He Got Game HE GOT GAME
Lengd: 140 mín.
Leikstjóri: Spike Lee
Aðalhlutverk: Denzel Washington, Ray Allen, Milla Jovovich, Zelda Harris
Handrit: Spike Lee
Tegund: Drama
Framleiðsluland: Bandaríkin



Kvikmyndin He Got Game kom út árið 1998 og fékk nokkuð misjafna dóma gagnrýnenda. Í gær (19/4) var hún svo sýnd á Stöð 2 og ég ætlaði ekki að láta hana fram hjá mér fara.


Jack Sullesworth (Denzel Washington) er svartur fyrrverandi körfuboltamaður sem hefur afplánað rúm 6 ár af 15 í fangelsi fyrir að hafa myrt konuna sína á nokkuð slysalegan hátt. Þau eignuðust 2 börn sem heita Jesus (Ray Allen) og Mary (Zelda Harris). Jesus er mjög góður og frægur körfuboltamaður sem er á leið í háskóla. Skólarnir slást um hann og hann á mjög erfitt með að ákveða sig í þeim málum. Hann hefur afneitað föður sínum eftir morðið og vill ekki þekkja hann lengur. Jesus á kærustu sem heitir Lala og sýnist samband þeirra mjög gott til að byrja með en það á eftir að breytast. Frændi hans, Booger (Hill Harper) hengur mikið með honum en það er besti vinur hans.

Í fangelsinu fær Jack samt það verkefni að fara til Long Island í eina viku og fá son sinn til að fara í Big State háskólann. 2 harðir náungar fara með hann og koma hlerunarbúnaði og staðsetningartæki fyrir á líkama hans. Það ætlar hinsbegar ekki að vera auðvelt fyrir Jake að ná sambandi við son sinn en hann kynnist hórunni Dakota (Milla Jovovich) sem býr ásamt kærasta sínum í íbúð við hliðina á Jake.

Það er sýnt frá því í myndinni þegar Jake var að kenna Jesus körfubolta. Hann gerði það reyndar á nokkuð groddalegan hátt því hann sýndi ungum syni sínum enga miskunn inni á körfuboltavellinum.


Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington fer á kostum í þessari ágætu mynd og nú býð ég spenntur eftir The Antwone Fisher Story þar sem hann bæði leikstýrir og leikur aðalhlutverkið en það verður í fyrsta sinn sem Denzel reynir að leikstýra kvikmynd. Þrátt fyrir það að He Got Game sé mjög dramatísk og vel yfir 2 tímar tekst henni aldrei að verða langdregin sem er mjög jákvætt. Mér fannst He Got Game mjög góð mynd sem ég mæli eindregið með.

7,5/10