MI3 - Nei, Fincher Nei!!
Sá í fréttablaðinu í gær að snillingurinn David Fincher er að hugsa um að leikstýra Mission Impossible 3. Vona að hann neiti. Þetta framhaldsmyndarúnk kanans er komið út fyrir öll velsæmismörk og er að eyðileggja margan góðann leikstjórann. Mynd nr. 1 hjá DePalma var góð - fáguð, stílhrein og fékk mann til að hugsa. MI2 var hinsvegar kommersjal viðbjóður. Helbert drasl og ömurlegt að hugsa til þess myndin meikaði skrilljónir. Vel heppnuð markaðsherferð sá hinsvegar til þess. John Woo verður lengi að vinna sér inn álit mitt aftur eftir að hafa látið hinn mistæka Cruise nappa sig í partýið. Og á nú að fara að spilla Fincher? Einn af fáum mönnum í Hollywood sem ekki á að baki slæma mynd (Seven meistaraverk, Fight Club frábær, Alien 3 var vanmetin og gerði númer 4 óþarfa - The Game var líka fín þó ekki gallalaus. Panic Room er skv áreiðanlegum heimildum fantagóð). Alien-bálkurinn er hefur alla tíð boðið upp á miklu meiri möguleika á framhaldsmyndum en Mission. Þess vegna hef ég undanþegið þann bálk í gagnrýni minni á framhaldsrúnkið.
Vona að kallinn segi nei. Fincher er alltof kúl til að taka þátt í eitthverri MIinfinity drullu…