Memento limited-edition DVD Svolítið langt síðan ég skrifaði hérna inni en þessi frétt á hvergi annarstaðar heima.Ég sá á chud.com að það er tveggja diska DVD útgáfa af Memento á leiðinni. Þessi diskur á víst að vera einstakur og er verið að prófa ýmsar nýjar hugmyndir með DVD formið í þessum diskum.

“Ég hef verið að spenna mína hugmyndavöðva við að gera eitthvað glænýtt og einstakt við DVD formið” segir höfundur/leikstjóri myndarinnar Christopher Nolan og heldur áfram “Ég vona að aðdáendur Memento njóti ekki bara myndarinnar heldur njóti líka auka efnisins og þrautanna sem diskurinn býður upp á”.

Diskurinn býður upp á allskonar hugsanaleiki og þrautir sem Nolan hannaði sjálfur sem byrja strax og kveikt er á honum. Í raun er diskurinn ein stórt púsluspil sem áhorfandinn þarf að púsla saman til að fá að sjá aukaefnið með myndinni.

Fyrri diskurinn inniheldur eitt besta director´s commentary í fullri lengd sem hefur sést á DVD disk. Myndin sjálf er á þessum disk og er myndin stafrænt endurbætt og lofar bestu upplifun af myndinni. Einnig er auka commentary frá Nolan þar sem hann gefur upp ýmiss leyndarmál.

Seinni diskurinn býður upp á haug af aukaefni, m.a. 23 mínútna heimildarmynd um myndina sem heitir Anatomy of a Scene. Þessi heimildarmynd var upphaflega sýnd á Sundance hátíðinni og inniheldur brýtur niður hvert atriði frá handriti til hönnunar til ljósmyndunar til lokaútgáfu hennar. Einnig fylgir smásagan sem myndin er byggð á sem bróðir Nolan´s Jonathan skrifaði. Handrit myndarinnar fylgir einnig með og er hægt að horfa á myndina tvískipta með handritið til hliðar til að bera saman hve myndrænt handritið er og er líka hægt að skipta um sjónarhorn sumstaðar.

Útlit disksins verður frumlegt að sjálfsögðu( mynd af því hér fyrir ofan) og inn í hulstrinu eru faldar vísbendingar sem aðstoða við að leysa ráðgátuna í disknum.

Svo fylgir auðvitað með framleiðslu ljósmyndir,teikningar Nolan´s, trailerar(alþjóðlegur og amerískur ásamt sérstakri auglýsingu

Hljóð: DTS English 5.1(Dolby Digital) and 2-Channel(Dolby Suround)

Gripurinn kemur út í Bandaríkjunum 21 maí 2002 þar af leiðandi hef ég ekki hugmynd hvenær hann kemur hingað til lands en þegar hann kemur þá ætla ég að eignast hann.

-cactuz