The Hangover Part II Annað brúðkaup með öðrum brúði.


Ég sá The Hangover Part II áðan og ég var mjög sáttur við hana, ég fór ekki vonsvikinn út heldur í hlátursstuði eftir að hafa verið búinn að hlæja í 100 min straight svo jú maður þarf að jafna sig efir þannig. Ég óttaðist mikið að Hangover Part II myndi fara í spor fyrstu Hangover en jú hún gerði það en samt ekki mikið, bara á góðan hátt og svo ef maður þarf að fara að bera þær tvær saman þá eru þær mjög skyldar en samt á sama hátt ólíkar.

Stu (Ed Helms) er að fara að giftast tælenskri stelpu Lauren (Jamie Chung) svo hann býður þessum þremur með (auðvitað) svo degi fyrir giftingu þá fá þeir sér “einn” bjór og fara aftur í sömu mistökin aftur nema þeir þurfa að hafa Teddy (Mason Lee) með sér. Svo þegar Phil (Bradley Cooper) vaknar þá er Alan (Zach Galifianakis) sköllóttur og Stu komin með tattoo svo er líka þarna api sem þeir vita ekkert hver á. Svo þegar Mr. Chow (Ken Jeong) kemur í söguna þá deyr hann úr kókains dauða svo þeir panika og henda honum í klakavél til að enginn finni hann, en Mr. Chow veit alveg nákvæmlega hvað gerðist þetta kvöld svo hann dó. Svo þurfa þeir þrír Stu, Phil og Alan að standa uppi með alla hans óvini í Bangkok og á sama tíma að finna út hvað gerðist þarna þetta kvöld.
(Svo má ég ekki segja mikið meir án þess að spoiler'a)


Sko The Hangover Part II er góð en hún er ekki það góð að hún toppar ekki fyrstu en samt þær eru mjög svipaðar, en samt ekki það kemur alveg slatti af nýju efni og frekar grófu samt en þess virði já. Nick Cassavetes náði hlutverkinu sem tattoo maðurinn en eins og stóð til þá átti Mel Gibson fá það fyrst svo Liam Neeson, ég væri mjög sáttur við að hafa Liam í stað Nick. Liam Neeson passar miklu betur þarna inn ekkert kjaftæði. Ég bjóst samt við aðeins meira ekki mikið heldur aðeins þá myndi Part II toppa fyrstu, Part II er samt svoldið fail en alls ekki mikið. Það fer samt svoldið mikið í taugarnar á mér er það hvað Part II fer í spor I en það er samt skynjanlegt því annars væri ekkert “Hangover” en fyrir utan það þá er Part II góður.

Einkunn: 7/10 - Hangover Part II er góð en fer samt svoldið í spor fyrstu Hangover en það er basically nauðsynlegt, því það er ekkert hægt að gera famhald á Hangover án þess að hafa “hangover” í henni. Ég er sáttur við hana.

P.S. Það má ekki segja of mikið þannig ég hef þessa gagnrýni ekkert svo langa.

- Masterkey
Everything is joke if you take it as joke