Þegar maður hugsar um nafnið Robert De Niro kemur aðeins eitt orð upp í hugann á manni, ‘snillingur’. Feiminn í æsku, gengismeðlimur á unglingsárum og stjórstjarna á seinni árum. Miðað við feril Robert De Niro hefur hann margoft sannað hversu frábær leikari hann er. Þekktastur fyrir að leika vonda gaura, sérstaklega í mafíunni þá. En þó hefur hann sýnt að önnur hlutverk ss. Í gamanmyndum er ekkert mál fyrir hann.
Það mætti segja að þegar Robert De Niro fæddist árið 1943, þann 17. ágúst hafi hann fæðst í listafjölskyldu. Faðir hans, Robert De Niro Sr., var málari, myndhöggvari og ljóðskáld. Hann dó árið 1993, 3. maí. Móðir hans, Virgina Admiral, er málari. De Niro var ekki mjög félagslyndur á yngri árum, reyndar er óhætt að segja að hann hafi verið alger félagsskítur allt til unglingsára. Hann kaus frekar að lesa skáldsögur en að leika með vinum sínum. Hann var kallaður ‘Bobby Milk’ af því hann var alltaf svo fölur. De Niro var mjög feiminn (og er það reyndar enn) en náði að sigrast á feimninni þegar hann lék feimna ljónið í skólaleikriti um Galdrakallinn í Oz. Meðan unglingsárum stóðu yfir eyddi De Niro mestum sínum tíma með minniháttar gengi á götunum. En það átti eftir að breytast.
Fyrsta kvikmyndin sem De Niro lék í var leikstýrð af Brian De Palma, frænda De Niros. Myndin, The Wedding Party, var tekin upp ’63 en var ekki frumsýnd fyrr en ’69 og það við sáralitla athygli. Næstu myndir hans voru líka eftir De Palma. Greetings og Hi, Mom! Þóttu þær vera ádeilumyndir um kynlíf, herkvaðningu og undirmenninguna. Það var ekki fyrr en ’73 þegar De Niro var orðinn þrítugur þegar hann byrjaði að vekja athygli í Hollywood, þegar hann lék dauðvona hafnaboltaspilarann Bob Dearsen í Bang the Drums Slowly. Sama ár hófst áralangt samstarf milli De Niro og leikstjórans Martin Scorsese. Gerðu þeir hina grimmu en góðu mynd, Mean Streets, með Harvey Keitel. Samstarf þeirra tveggja átti eftir að leiða af sér heilar átta myndir og eru þær flestar með hans bestu myndum. Ári seinna, 1974, kom loksins hlutverkið sem gerði De Niro að því sem hann er í dag. Sem Vito Corleone á yngri árum í meistarastykkinu The Godfather, Part II, leikstýrt af Francis Ford Coppola gerði De Niro þetta hlutverk ógleymanlegt og fékk Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki. Árið ’76, tveimur árum eftir leiksigur sinn í The Godfather II kom De Niro í öðru meistaraverki, Taxi Driver. Ein af gullmolum Martin Scorsese’s. De Niro leikur Travis Bickle, leigubílstjóra sem fær nóg af ógeði borgarinnar og ákveður að taka málin í sínar hendur. Alger Tímamótamynd. Hlaut einnig athygli vegna 12 ára vændiskonunnar í myndinni sem er leikin af Jodie Foster. Árið 1980 kom eitt eftirminnilegasta hlutverk í kvikmyndasögunni, þegar De Niro lék Jake La Motta í Raging Bull. Hreint stórkostleg túlkun á þessum efnilegasta boxara síns tíma, eini boxarinn sem sigraði Sugar Ray. De Niro lagði bókstaflega mikið á sig fyrir þetta hlutverk því hann bætti á sig heilum 60 pundum eða ca. 30 kílóum. Hlaut De Niro verðskuldaðan Óskar fyrir hlutverkið. Þess má geta að hinn upprunalega Jake La Motta stóð í málaferlum við United Artists vegna myndarinnar en De Niro lét það ekki á sig fá og þakkaði honum samt í ræðu sinni á Óskarnum. Tvær næstu myndir hans, The Mission og The Untoucables þykja frábær viðbót við hans fullkomna feril. Í The Untouchables lék De Niro glæponann Al Capone eftirminnilega. En á 9. áratugnum þótti ferill hans hrapa á mikilli ferð. Myndir eins og We’re Not Angels og Mary Shelly’s Frankenstein fengu alveg afleita dóma og ekki hjálpaði lápunktur feril hans, The Fan, einfaldlega hræðileg mynd. Árið 1991 lék De Niro í endurgerð Martin Scorsese’s af Cape Fear, De Niro fer á kostum sem dæmdur nauðgari í hefndarhug eftir að lögfræðingur hans sakfelldi hann viljandi. Vann De Niro sér inn eina Óskarstilnefningu fyrir hlutverkið, en fékk hann ekki. Kom þá aftur enn önnur Scorsese myndin með De Niro í aðalhlutverki, Casino með þeim Sharon Stone og Joe Pesci í aðahlutverkum ásamt De Niro. 1995 fór ferill hans þó að taka við sér þegar hann lék í fyrsta sinn með öðrum stórleikara, Al Pacino. Útkoman var Heat, stórkostleg mynd eftir meistara Michael Mann sem nýlega leikstýrði Ali með Will Smith í aðalhlutverki. De Niro fékk hálfleið á öllum glæpahlutverkum þannig að hann byrjaði í gamanmyndum eins og Jackie Brown, Wag the Dog, Analyze This en þó sérstaklega hinni skemmtilegu Meet the Parents með háðfuglinum Ben Stiller. Tvær næstu myndir hans eru svona í skárri kantinum að mínu mati, þær eru 15 Minutes og The Score. De Niro lék svo í fyrsta sinn með grínleikaranum Eddie Murphy í Showtime.
Einkalíf De Niros hefur aldrei verið algengt í slúðurdálkum dagblaðanna. De Niro hefur gift sig tvisvar og er fyrsta konan hans Diahnne Abbots, þau voru gift í 12 ár en skildu svo. Seinna giftist hann Grace Hightower, fyrrverandi flugfreyju. Þau voru gift í 2 ár og skildu svo. De Niro á þó þrjú önnur sambönd að baki, með Leigh-Taylor Young, Toukie Smith, og loks ofurfyrirsætunni Naomi Campbell. De Niro á einn son með Grace, Elliot heitir hann og er 5 ára. Svo á hann 7 ára strákatvíbura með Toukie, 24 ára son með Diahnne og loks ættleidda dóttur með Diahnne Abbot.