!! VARÚÐ BYRJAR !!
Eftirfarandi grein er um kvikmyndina “Monty Python's The Meaning of Life”, það eru miklar líkur á því að einhverjar upplýsingar komi í þessari grein sem getur skemmt myndina fyrir sumum, t.d. lengd hennar, hverjir leika í henni, hverjir gerðu hana, söguþráðurinn og álit á mitt á henni. Ef þú villt ekki vita eitthvað af þessu gjörðu svo vel að slökka á tölunni og læsa þig inní næsta skúr.
!! VARÚÐ ENDAR !!
Monty Python's The Meaning of Life (1983)
Leikstjóri: Terry Jones
Handrit: Monty Python
Lengd: 103 mín
Framleiðendur: John Goldstone
Aðalhlutverk: John Cleese, Michael Palin, Graham Chapman, Terry Gilliam, Terry Jones, Eric Idle
sbs: ***/****
The Meaning of Life er fjórða, síðasta og slakasta af Monty Python myndunum. Hún inniheldur fullt af smekklausu gríni eins og hinar þrjár, And Now For Something Completely Different (1972), The Holy Grail (1975) og Life of Brian (1979) en í staðinn fyrir heila sögu eins og Holy Grail og Life of Brian er hún samsett úr ótengdum atriðum, sem fjalla reyndar öll á eitthvern hátt á líf eða dauða.
Atriðin eru mörg og sum eru mjög minnistæð, það getur engin gleymt atriðinu um feitasta mann í heimi sem ákveður að fá sér bara eina súkkulaði plötu í viðbót við allt sem hann hefur borðað, mjög minnistætt atriði, ekki útaf því að það var svo fyndið heldur var það svo ótrúlega smekklaust, okei, það var líka helviti fyndið.
Það var líka eitt mjög sérstakt atriði í miðju myndarinnar. Þar var verið að stæla hléin sem voru í mörgum epískum myndum (Spartacus, Gandhi). Í miðri mynd kemur Eric Idle á skjáinn og býður okkur velkomin í miðju myndarinnar. Við fáum að taka þátt í leik sem kallast “Find the Fish”, það atriði var án efa það allra fáránlegasta í allri kvikmyndinni en líka það fyndnasta.
The Meaning of Life markaði tímamót í sögu Monty Python hópsins, þetta var í seinasta skiptið sem að Graham Chapman, John Cleese, Terry Gilliam, Eric Idle, Terry Jones og Michael Palin unnu saman. Þeir höfðu verið með sjónvarpsþáttinn Monty Python's Flying Circus frá árunum 1969 til 1974, seinstu seríuna var John Cleese reyndar ekki því að honum fannst þeir hafa ekkert nýtt að segja. En hann féllst samt á að koma aftur til að gera þessar myndir. En eins og með þættina sést það alveg að þeir höfðu í raun ekkert nýtt að segja. Flest það sem er í myndinni hafði komið áður fram, kanski í aðeins öðruvísi formi en samt sömu brandararnir.
Leikstjórinn er Terry Jones, hann leikstýrði reyndar Holy Grail og Life of Brian líka en gerði það aðeins betur þar. Hérna er þetta ekki eins vel gert. Mörg atriðin eru alltof löng og hætta að vera fyndin áður en þú enda. En það er auðvitað ekki bara honum að kenna.
En þrátt fyrir alla galla er gaman að kíkja á hana allavegana einu sinni. Það eru margir fyndnir brandarar og ég veit um marga sem segja að þetta sé langbesta Monty Python myndin, það eru oftast þeir sem voru hrifnari af þáttunum en hinum kvikmyndunum. En um að gera að kíkja bara á hana sjálf.
sbs : 13/04/2002