Being David Lynch *****

Ég fann mig knúna til að rita nokkur orð um nýjustu mynd David Lynch,film noir myndina Mullholland Dr., en hún er nýkomin í bíóhús. Samt sem áður á ég erfitt að segja mikið um myndina áður en fleiri hafa séð hana, þar sem hver og einn verður að upplifa myndina á eigin forsendum. Ég vil ekki túlka hana hér á mínum.
En þessi ræma er upplifun af bestu gerð enda er David Lynch náttúrulega maðurinn á bak við myndir eins og Eraserhead, Blue Velvet, Wild at Heart og snillingurinn að baki Twin Peaks.

Ég get ekki annað en mælt með myndinni og vonast til að heyra hvað fólki finnst, en Lynch er vissulega ekki maður að allra skapi, og ekki óalgengt að menn séu ansi “frústreðarir” þegar þeir koma út af mynd eftir hann. Soldið eins og óútskýrður X-files þáttur (kannski ekki besta samlíkingin???)
En myndin krefst ekki útskýringar að mínu mati, bara bíóupplifun af bestu gerð og eiginlega nauðsynlegt að sjá hana fljótlega aftur.

Mér finnst maðurinn og myndin bara snilld !

Mín skoðun - Hvað finnst ykkur hinum ?

;)