Eitt sinn sem svo oft áður var ég stödd á vídeóleigunni að reyna að finna eitthvað frumlegt, eitthvað skemmtilegt, eitthvað sem ég hafði aldrei séð áður. Stundum getur það verið vandamál. Allt í einu rak ég augun í bíómynd sem ég hafði ekki séð áður og hulstrið leit allt í lagi út. Skoðaði betur og þá voru leikarar eins og Ray Liotta, Anthony LaPaglia, Jeremy Piven og Anjelica Houston í henni og hún virtist vera nokkuð góð. Ég ákvað að taka hana.
Það kom síðan í ljós að þetta var bara nokkuð góð ákvörðun hjá mér, svona einu sinni. Myndin er um lögguna Harry (Ray Liotta) sem er spilafíkill, á í stöðugum vandamálum til að borga skuldirnar sínar og lífið hans er á leið í vaskinn. Vinur hans Mike (Anthony LaPaglia) er einnig í löggunni en vinnur hjá strippbúllueiganda í hjáverkum. Þegar skuldin hans Harrys er komin upp í $32,000 ákveða hann og aðrir vinir hans í löggunni að ræna yfirmann Mikes….. þá fyrst byrja vandræði Harrys fyrir alvöru.
Hlutverkið sem Ray Liotta fer með í þessari mynd er alveg sniðið fyrir hann og leikur hans í myndinn er bara nokkuð þéttur, svona miðað við manninn sem lék eitt sinn í Operation: Dumbo Drop. Anjelica Houston kemur sterk inn sem bareigandinn Leila og Anthony LaPaglia er á réttu róli sem ógeðið Mike. Handiritð er vel skrifað, kemur kannski ekkert sérstaklega á óvart en er nóg til að þessi mynd verði alveg príðileg afþreying. Uppbyggingin er alveg á réttu nótunum og myndin nær alveg að fanga það andrúmsloft sem ríkir á þessum stað, einum heitasta staðnum í Bandaríkjunum.
Pottþétt afþreying sem ég er búin að horfa á tvisvar, og mun örugglega horfa á aftur.
***1/2 af **** fyrir að koma svona á óvart og vera meinfyndin á sumum stöðum. Mæli alveg 100% með þessari.
RoMpE