Oleg Taktarov er upphaflega fæddur í Síberíu og langaði alltaf að verða vísindamaður, en þegar hann var aðeins 12 ára gamall var hann núþegar orðinn nokkuð frægur sem Sambo (rússnesk vestisglíma) og Judo maður. Seinna gekk hann í rússneska herinn þar sem hann var sjálfsvarnar kennari meðal annars.
Árið 1994 fór hann svo frá rússlandi til Ameríku í leit að frægðinni, og var hann þá tvöfaldur heimsmeistari í Sambo, og fjórfaldur evrópu/asíu meistari í Asísku Jiu-Jitsu. Oleg langaði alltaf helst að verða leikari en eins og flestir vita er ekkert gengið að því að verða leikari í bandaríkjunum, hann nýtti því hæfileika sína í bardagalistum til að vinna sér inn pening og einhverja smá frægð (á þessum tíma var UFC mjög vinsælt, áður en þingmenn unnu í því að láta banna keppnina), hann keppti því í nokkrum UFC (Ultimate Fightnig Championship) keppnum og vann þó nokkrar.
Í kjölfarið fékk hann hlutverk í nokkrum smámyndum, engin stórhlutverk, en hann var að vinna í því að verða frægur. Oleg fékk svo loksins stóra tækifærið þegar hann fékk hlutverk í mynd með Robert De Niro. Myndin var 15 minutes þar sem hann, og annar rússi léku tvo rússa sem vildu ekkert meira en að vinna sér inn frægð í bandaríkjunum og ætluðu sér að gera hvað sem er til að gera það. Hann lék ekki aðalhlutverkið í myndinni en frekar stórt hlutverk, og þótti standa sig alveg prýðilega. Oleg sló samt ekki í gegn eins og hann hafði vonað í myndinni þrátt fyrir að hafa fengið góða dóma fyrir leik sinn. Nú er einmitt verið að sýna mynd sem Oleg er í, hún setur hann líklega ekki á kortið enda þykir hún ekkert filmundur. Þetta er myndin Rollerball þar sem hann leikur eitthvert smáhlutverk (hef ekki séð myndina sjálfur).
Þess má hins vegar geta að samkvæmt svona “underground sources” þá hefur Oleg nælt sér í stórt hlutverk í stórri mynd (var ekki tekið fram hvaða mynd) og gæti því verið að þessi maður sé að fara að slá rækilega í gegn ef allt gengur eftir.