Monsters Ball MONSTERS BALL
Lengd: 120 mín.
Leikstjóri: Mark Forster
Aðalhlutverk: Billy Bob Thornton, Halle Berry, Heath Ledger
Handrit: Milo Addica, Will Rokos
Tagline: A lifetime of change can happen in a single moment.
Bandarísk


Halle Berry fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd en Will Rokos og Milo Addica voru einnig tilnefndir fyrir handritið af myndinni. Myndin hefur líka fengið fullt af öðrum verðlaunum og tilnefningum. Leikstjóri myndarinnar, Mark Foster hefur ekki verið að gera þekktar myndir í gegnum tíðina svo þessi er tvímælalaust besta myndin hans. Billy Bob Thornton óg Halle Berry hafa hinsvegar verið að gera ágæta hluti og ef eitthvað er þá eru þau að bæta sig með þessari mynd.


Hank Growotski (Billy Bob Thornton) er slæmur faðir sem lemur son sinn, Sonny (Heath Ledger). Hann er einnig mikill kynþáttahatari en það hefur hann frá föður sínum. Leticia Musgrove er einnig slæm móðir sem slær sonn sinn, Tyrell (Coronji Calhoun) og skammar hann fyrir að vera eins feitur og hann er. Hank vinnur á dauðadeild fangelsis í Georgíu en þar situr eiginmaður Leticiu en það á að taka hann af lífi mjög bráðlega. Eftir að hann hefur látið lífið í rafmagnsstól deyr sonur hans og Leticiu í bílslysi og sonur Hank´s sviptir sig lífi. Hank og Leticia hittast svo og hugga hvort annað. Þau verða svo ástvinir aðeins út af því þau bæði þurfa á ást að halda.


Þrátt fyrir alla þessa hádramatík nær þessi aldrei að verða of væmin. Að því leyti er hún ólík Dancer in the Dark og In the Bedroom sem ætluðu að drepa mann því þær voru svo væmnar. Mér fannst þetta alveg ágæt mynd en það vantaði spennu og svo þurfti hún ekki að vera svona langdregin.


Billy Bob Thornton lék geðveikt vel og Halle Berry líka þótt hún haif alls ekki átt Óskar skilinn fyrir leik sinn. Þær voru margar betri sem voru ekki einu sinni tilnefndar t.d. Naomi Watts (Mulholland Dr.), Nicole Kidman (The Others), Thora Birch (Ghost World) og Audrey Tautou (Amélie). í heildina er Monsters Ball samt fín mynd…

7,5/10