Í gær fór ég á McDonalds og ætlaði að fá mér að borða. Ég tók með mér matinn í brúnum poka. Þegar heim var komið og pokinn opnaður uppgötvaði ég það að ég hafði ekki fengið franskar og ég fékk vitlausa tegund af hamborgara. Svona smáatriði geta gert mann brjálaðan og þá varð mér hugsað til kvikmyndarinnar Falling Down.
Falling Down kom út árið 1993 og skartaði Michael Douglas í aðalhlutverki. Leikstjóri myndarinnar er Batmanbaninn sjálfur Joel Schumacher og er þessi mynd ásamt Tigerland það eina sem hann hefur gefið út af viti. Falling Down fjallar um William sem hefur verið sagt upp af fyrirtæki sem framleiðir ýmislegt fyrir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þegar hann er að reyna að komast heim í bílnum sínum, sem ber það skemmtilega bílnúmer D-FENS, til að gefa dóttur sinni gjöf lendir hann í umferðarteppu. Hitinn og hávaðinn vegna bílflautagargs hrekja hann úr bílnum og hann skilur hann eftir.
Þar er byrjuð ferð hans í gegnum stórborgina fótgangandi með það eina markmið að hitta dóttur sína, sem btw hann deilir forræði yfir með sinni fyrrverandi eiginkonu. Hann á eftir að kljást við búðareiganda sem talar bjagaða ensku,tvo glæpaklíkumeðlimi ,kolruglaðan nasista, vegaverkamenn og síðast en alls ekki síst hamborgarastað sem neitar að gefa honum máltíð samkvæmt morgunmatseðli því klukkan er orðin 11.
Lögreglumaðurinn Pendergast(Robert Duvall) blandast inn í málið og fylgir eyðileggingarslóð sem William skilur eftir sig. Þegar William hringir svo í sína fyrrverandi til að fá að hitta dóttur sína neitar hún honum um heimsóknarleyfi og segir honum að láta sig í friði. Nú er William orðinn ansi örvæntingarfullur og þá er allt látið vaða og Pendergast aldrei langt frá honum.
Myndin fjallar í raun um það hvernig venjulegur maður getur við rétta aðstæður, sem eru í þessu samhengi þær allra verstu, gjörsamlega tapað sér. Það eina sem hann vill gera er að fólk leyfir honum að komast heim og að fólk sé heiðvirt við hann. Það er nú þegar búið að reka hann og hann lætur ekki vaða yfir sig í hinum harða “dog eat dog” heim stórborgarinnar. Einhvern veginn gerist hann glæpamaður með því að gera það sem honum finnst vera rétt. Ég meina hver er ekki pirraður yfir því að kók er orðið alltof dýrt í dag og bíómiðinn er kominn upp í 800 kr, maður gæti stundum öskrað af reiði. William hinsvegar gengur einu skrefi lengra og reynir að leysa málið, með ofbeldi ef þess er krafist.
Douglas er góður sem maðurinn sem hefur fengið nóg af yfirgangi í nútímasamfélagi og Duvall er ekki síðri sem hin rólegi Pendergast sem er hálfgerð andstæða við William. Þótt myndin sé stundum ójöfn og tilgerðarmikil þá á efni hennar allveg réttilegan tilverurétt. Það er vottur af sannleika í öllum atriðum hennar og hún hittir á taugar sem allir bregðast við. Það ætti að taka William í dýrlingatölu fyrir það sem hann vekur athygli á þrátt fyrir að hann gerir það á full ýktan hátt. Hann spyr í myndinni Am I the bad guy……..how did that happen? Hann verður að vonda gaurnum fyrir að gefa ekki skít í allt og alla og láta ekki vaða yfir sig.
Ég segi Fuck McDonalds með sína samankrömdu hamborgara(bara aðeins að losna við reiðina:)
-cactuz
pissed off