Handrit: Hubert Selby Jr.
Lengd: 102 mín
Framleiðandi: Palmer West (held ég)
Þema: Drama
Aðalhlutverk: Ellen Burstyn, Jared Leto, Jennifer Connelly og Marlon Wayans
Önnur hlutverk: Christopher McDonald
Requim for a Dream fjallar um Sarah Goldfarb(Ellen Burstyn), einmanna ekkju og sjónvarps fíkill, son hennar Henry (Jared Leto), kærustu hans Marion(Jennifer Connelly) sem er af ríkum ættum og vin hans Tyrone (Marlon Wayans) sem er dópsali. Sarah fréttir að hún á eftir að koma fram í sjónvarpi og ákveður að grenna sig svo hún passi í rauða kjólinn sinn og byrjar að bryðja pillur, á meðan ákveða Henry og Tyrone að eignast smá peninga dópsölu. Þeir félagar byrja að selja og dópa í góðum fíling ásamt Marion. Svo fer allt til helvítis í tómu dóp rugli, og fjallar myndinn um helreið þeirra til helvítis..
Fremur óvenjuleg mynd, skemmtileg myndartaka og frábær tónlist. Ekki svona MTV tónlistar þema heldur meira klassísk og áhrifa mikill.
Myndartakan er æðisleg, maður komst virkilega inn í myndina.
Þessi mynd er í anda Trainspotting, alveg jafn góð af mínu mati, en fer aðeins öðruvísi leið að koma sínum boðskap á framfæri.
Þegar ég tók þessa ræmu á leigu vissi ég ekki baun um hvað hún var og hún kom mér sannalega á óvart. Marlon Wayans var fínn í henni, ekkert grín í honum bara góður leikur og Sarah Goldfarb snildarlegar klikkuð.
Mæli með þessari.
Gef henni 3 stjörnur af fjórum.
A Star For A Starr