Leikstjóri: Kevin Smith
Handrit: Kevin Smith
Lengd: 104 mín
Framleiðendur: Scott Mosier
Aðalhlutverk: Kevin Smith, Jason Mewes, Shannon Elizabeth, Will Ferrell
sbs: **+/****
Ég hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af ‘New Jersey’ myndunum hans Kevin Smiths, Clerks og Chasing Amy voru reyndar nokkuð góðar en Mallrats og Dogma ekkert til að hrópa húrra fyrir. En þessar myndir hans eru þekktar fyrir að hafa mikið af sömu leikurunum, þó að þeir séu ekki að leika sömu persónurnar. En einu, að mér skilst, persónurnar sem hafa verið í öllum þessum myndum eru Jay og Silent Bob, ég hef aldrei alveg skilið vinsældir þeirra. Þeir eru tveir eiturlyfjasalar sem hanga fyrir utan búðir, Silent Bob gerir næstum alltaf eins og nafnið segir og heldur kjafti en Jay símalar. Jay og Bob hafa alltaf verið aukapersónur í fyrri myndum Kevins og hafa verið ágætar sem það en núna eru þeir aðalpersónurnar, þeir eru á skjánum 90% af myndinni og ég verð að segja að þeir eru engan veginn nógu áhugaverðir til þess að vera í 90% af 100 mín. langri kvikmynd.
Í “Jay and Silent Bob Strike Back” komist þeir að því að þá er verið að gera kvikmynd, byggða á myndasögu sem fjallar um persónurnar Bluntman og Chronic sem eru byggðar á þeim. Þeir ákveða að fara og fá þá peninga sem þeir eiga skilið að fá, þeir fengu víst eitthverja prósentu af hagnaði teiknimyndasögunnar. En þegar þeir kynnast einhverjum hlut sem kallast “internetið” þá sjá þeir að margir hafa verið að skrifa margt ljótt um þá á kvikmyndavefsíðu, reyndar ekki þá heldur teiknimyndapersónurnar sem heita Jay og Silent Bob en þeir nota samt nöfnin þeirra…
Þeir stefna á Hollywood því að eina leiðin til að fólkið hætti að tala um þá á kvikmyndasíðunni er að láta Miramax(Miramax framleiðir myndina) hætta við kvikmyndina. Á leiðinni þangað lenda þeir í ýmsum ævintýrum, þeir hitta dýraverndarsinna og útaf þeim stela þeir apa(apinn virtist vera gáfaðari en Jay). Eftir að þeir stela apanum fer lögreglan, eða allavegana einhvers konar dýra lögreglufulltrúi að elta þá.
Það eru nokkur fyndin atriði í myndinni. Í tvem minnistæðustu atriðunum eru tveir Hollywood leikstjórar, í einu er Gus Van Sant að leikstýra, Good Will Hunting 2: Hunting Season en hann hafði reyndar ekki tíma til þess að leikstýra því hann var að telja peninga, ég gat ímindað mér að þetta hafi verið svona þegar hann “leikstýrði” Psycho, “I am busy, just copy the Hitchcock’s version”. Í hinu var verið að taka upp Sceam 4. Þar var Shannen Doherty að leika fórnarlambið, hún nær að rota vondakarlinn og þegar hún tekur grímuna af honum sér hún að þetta er api. Hún öskrar “cut” og þá segir enginn annar en Wes Craven, “It is usually my part to say that”, hún nöldrar eitthvað útaf apanum og hann svarar “Our research show that viewers love monkeys”, þá vaða Jay og Silent Bon inn, taka apann og segja “We love this monkey”, þá segir Wes “See”. Þetta var fyndnasta atriðið í allri kvikmyndinni!
Í mörgum atriðinunum varð ég svoldið leiður, ég hugsaði mig lengi um hvort það væri sanngjarnt að tveir af aðalleikurunum í þrem af vinsælustu myndum allra tíma, Star Wars þurfi virkilega að taka svona hlutverk að sér. Carrie Fisher leikur nunnu sem fer ekki eftir sömu reglum og George Carlin hafði verið að segja Jay og Bob frá, það atriði var reyndar bara skemtilegt cameo en hvað er hægt að gera með Mark Hamill, ef hann er ekki að leika vondakarlinn í lélegum hasarmyndum þá er hann í einhverjum lélegum hlutverkum í grín myndum. Í þessari mynd leikur hann vonda karlinn í kvikmyndinni sem að er verið að gera, hann berst meira að segja við Jay og Bob, í atriði sem var of íkt til að vera fyndið.
Reyndar er meiri hlutinn af myndinni svoleiðis, Kevin Smith hefur reynt að gera myndina svo íkta að hún yrði fyndin en náði því bara ekki alveg. Kanski mun næsta Jay og Silent Bob mynd heppnast betur, ég vona það allavegana…
sbs : 11/04/2002
<a href="http://www.sbs.is/">sbs.is</a