Frozen Frozen er kvikmynd í leikstjórn Adam Green en hann færði okkur hina þrælfínu slasser mynd Hatchet.

Frozen er í stuttu máli um þrjú ungt fólk sem eiðir saman sunnudeginum að skíða í brekkum new england og þegar þau ætla sér að fara í sína seinustu ferð áður en
að skíðasvæðið lokar þá gerist hið ómögulega að stólaliftan sem þau eru í stoppar og ekki nóg með það þá gleymast þau þarna uppi, starfsfólkið fer heim og þau eru föst í 100 fetum upp í stólaliftunni og fjallið opnar ekki aftur fyrr en eftir 5 daga eða á föstudegi.

Frozen er rosalega spennuþrunginn mynd og verð ég að segja að eins fín og Hatchet er þá er þessi mynd mun betri. Það er erfitt að búa til spennuþrungna mynd sem gerist engöngu í stólalyftu en Adam Green tekst það. Gríðalega spennandi mynd hér á ferð.

Það er líka engar steríótípur í þessari mynd, þ.e.a.s. stæti gaurinn og pirraði töffarinn eins og er svo oft i bandarískjum myndum, Adam nær að sleppa við allar klisjur.


SPOILER—————————————————————–

Eitt sem mér finnst skrítið er hversu árásagjarnir úlfanir eru, ráðast þeir svona heiftarlega á fólk? Það var eina sem böggaði mig svolítið.

SPOILER BÚINN———————————————————-


Í heildina litið ótrúlega spennandi og mjög fín mynd, mjög góð afþreging og mæli ég hiklaust með þessari. Til á laugarásvideo fyrir þá sem vilja kíkja á þessa mynd.


* * * 1/2 af * * * * *