Stjórnendur kynna: Bestu myndir ársins - sabbath Þá er 2010 loksins búið og hef ég aldrei horft á jafnmargar myndir og á þessu ári, og þá ekki eingöngu myndir sem komu út á þessu ári, heldur líka slatta af must-see myndum, nostalgia-myndum og byrjaði um sumarið að taka Disney-maraþon sem ég kláraði í desember (og ef einhver hefur áhuga á hvað ég hef að segja um þær 50 myndir, er hægt að sjá það hér)

Árið byrjaði reyndar ekkert rosalega vel. Eingöngu 4 myndir af 10 bestu myndum ársins komu út fyrir júlí (og komu tvær af þeim ekki nærri því strax til landsins), en það fór batnandi eftir því sem leið á árið, og núna er ég frekar sáttur með árið. Ég var reyndar frekar ánægður með teiknimyndir ársins, þrátt fyrir að það var svartur sauður í hóp þeirra sem ég sá.

Fyrst ætla ég samt að koma með nokkra lista yfir annað en bestu myndir ársins (og ég veit að þetta er illa orðað):


Ofmetnustu myndir ársins: Ég var ekkert rosalega hrifinn af The Town, þó Ben Affleck er mjög efnilegur leikstjóri. Mér fannst líka Inception fá aðeins of mikið hrós, líkt og Dark Knight


Vanmetnasta mynd ársins: Ég hlýt að vera einn af mjög fáum tvítugum mönnum sem bæði þola ekki Twilight seríuna og fannst Remember Me (sem Robert Pattinson leikur í) ekki eiga skilið svona mikið af neikvæðum gagnrýnum (28 % á Rotten Tomatoes og hef séð myndina á nokkrum listum yfir verstu myndir ársins). Endirinn er slæmur, já, og myndin inniheldur eitthvað af þvinguðu drama en mér fannst flest annað virka. Ég var líka hissa að Pattinson getur ennþá sýnt lit, bæði í sambandi við karakterinn sem hann leikur og húðlit.


Versta mynd árins: Ég hafði engöngu séð eitthvað af miðjumoðs myndum á árinu (The Sorcerer’s Apprentice, Alice In Wonderland, Shrek Forever After, Eclipse og fleira) þannig að ég ákvað að taka eina í jólafríinu sem ég algjörlega hata: Vampires Suck.
Ég held að ég hafi glottað tvisvar-þrisvar sinnum yfir alla myndina, og miðað við að myndin sé að “spoofa” Twilight þá segir það sitt. Jenn Proske fær reyndar hrós fyrir að ná Kristen Stewart vel, en hversu erfitt er að hafa opinn munn og vera áhugalaus um allt í kringum sig þegar maður er að tala um Twilight-seríuna og Seltzer og Friedberg myndir?


Besti trailer ársins: Klárlega The Social Network, hvernig þessi kórútgáfa af Radiohead laginu Creep er notuð við þennan trailer er gull: [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=lB95KLmpLR4


En hérna er topp 20 listinn minn yfir bestu myndir ársins.



PS: Listinn minn yfir bestu myndir áratugarins hefur mikið breyst. Myndir eins og The Dark Knight, Avatar, Wallace And Gromit, Harry Potter and the Philosopher’s Stone og Hot Fuzz hafa lækkað í áliti á meðan myndir eins og There Will Be Blood, Requiem For A Dream, Wall-E og Eternal Sunshine Of The Spotless Mind og fleiri hafa hækkað í áliti.
PSS: Ég hef einungis 2010 myndir, sama hvenær myndirnar komu út á Íslandi, með einni undantekningu.



“Honourable mentions”


Let Me In; leikstýrð af Matt Reeves

The Town; leikstýrð af Ben Affleck

Tangled; leikstýrð af Nathan Greno og Byron Howard

The Ghost Writer; leikstýrð af Roman Polanski

Somewhere; leikstýrð af Sofia Coppola






20: The Kids Are All Right; leikstýrð af Lisa Cholodenko

Hugguleg mynd með mörgum góðum frammstöðum og þá aðallega frá Julianne Moore og Annette Bening. Hversu vel fjölskylda getur haldist saman er sett sem aðalmál í myndinni og spurningin “hvað er fjölskylda” kemur líka fram. Mér líkaði við karakteranna, mér líkaði við hvernig myndin endaði og mér líkaði að einn ákveðinn karakter fær ekki beint endi heldur frekar lokun frá myndinni (enda er karakterinn stór ástæða fyrir dramanu sem fjölskyldan lendir í í myndinni). Ég bjóst samt við að hlægja aðeins meira.

Uppáhalds atriði: Þegar foreldrarnir fara að horfa á hommaklám. Klassi.


19: True Grit; leikstýrð af Joel Coen og Ethan Coen

Coen-bræðurnir gera sjaldan slæma mynd, þrátt fyrir að True Grit sé ekki einu sinni besta mynd þeirra sem Jeff Bridges leikur í. Myndin er mjög vel leikin (sérstakt hrós fer til Hailee Steinfeld, sem er að leika í kvikmynd fyrsta sinn og gefur Bridges ekkert eftir), persónurnar eru vel eftirminnilegur og útlitið og handrit til fyrirmyndar. En mér fannst vanta meira upp á illmennið og sömuleiðis klæmax myndarinnar.

Uppáhalds atriði: Cogburn í réttarsalnum


http://www.youtube.com/watch?v=R5BsYRmMfus
]18: Animal Kingdom; leikstýrð af David Michôd

Ég komst aldrei mjög mikið inn í þessa mynd, þrátt fyrir að hún sé frekar vel leikin, vel skrifuð og hefur þónokkur öflug/ófyrirsjáanleg atriði, sérstaklega drápsatriðin. Jackie Weaver, Guy Pearce, Ben Mendelsohn og James Frecheville fá mesta hrósið fyrir bæði frammstöðurnar og karakteranna sem þau léku. Leiðinlegt samt að myndin kom aldrei til landsins.

Uppáhalds atriði: Fyrsta og síðasta morðið í myndinni.


17: Órói; leikstýrð af Baldvin Z

Ég hef aldrei verið rosalega mikið hrifinn af íslenskum myndum, en Órói kom verulega á óvart, sértaklega þar sem þetta er fyrsta mynd Baldvin Z. Raunsæi myndarinnar er mjög gott og sömuleiðis flestar frammistöðurnar. Myndin hefur mörg kröftug atriði, hefur karaktera sem maður finnur til með (enda hafa flestir aðalkarakterarnir eitthvað vandamál sem hægt er að tengja sig eða aðra við) og hefur húmorinn við réttar aðstæður og tón. Hver veit samt hversu þunglyndisleg myndin hefði orðið hefði hún tekið tvö vandamál unglingalífsins í viðbót (og hún hefur þegar mörg): Einelti og fíkn.

Uppáhalds atriði: Frekar kröftugasta frekar en uppáhalds: Spítala-atriði. Úff.


16: Easy A; leikstýrð af Will Gluck

Unglingamynd sem (eins og Órói) kom mikið á óvart. Hefur fullt af góðum senum, sterkt handrit sem hefur slatta af tilvísunum, húmorinn er aldrei of langt í burtu og Emma Stone kemur með sinn skemmtilegasta karakter. Aukakaratkerarnir eru líka verulega líflegir og eftirminnilegir, og þá sérstaklega þau sem Stanley Tucci og Amanda Bynes leika. Myndin missir aldrei dampinn og hélt mér í góðu skapi út myndina.

Uppáhalds atriði: Flest með fjölskyldunni.

PS: Er það ég eða er Emma Stone alltaf að fá heitari gæja í kvikmyndum?
Superbad: Jonah Hill
Zombieland: Jesse Eisenberg
Easy A: Penn Badgley
Tilvonandi Spiderman-myndin: Andrew Garfield


15: 127 Hours; leikstýrð af Danny Boyle

Byggt á sönnum atburðum sem Arol Ralston lenti í, þetta er mynd sem sýnir mikið án þess að segja mikið, enda er myndin meira en bara um mann sem festir höndina sína við klett í meira en 5 daga. Hún kafar líka í karakterinn sjálfan sem fer að hugsa út í sitt eigið líf og hvort hann eigi eftir að lifa þetta af. Þar að auki kemur eitt erfiðasta atriði sem ég hef séð í langan tíma. Manni líður frekar vel að vera á lífi eftir að hafa séð þessa mynd.

Uppáhalds atriði: Endirinn. Mér leið ótrúlega vel þegar hann kom. Ekki eingöngu út af aðstæðunum, heldur var ég líka þakklátur fyrir að hafa aldrei lent í svona aðstæðum. Sigur Rós, sem kemur með lag í þessu atriði, bætir atriðið ennþá meira.


14: How To Train Your Dragon; leikstýrð af Chris Sanders og Dean Deblois
Ein besta DreamWorks mynd sem ég hef séð. Svona á að gera mynd byggð á bók og breyta bókstaflega öllu. Ég virkilega vona að DreamWorks haldi áfram að gera myndir sem einbeita sér frekar að því að segja sögu frekar en að húmornum. Húmorinn er samt alltaf góður, flestir karakterarnir eru eftirminnilegir, útlitið er einstaklega flott fyrir DreamWorks mynd (sérstaklega í flugsenunum), handritið er öflugt, myndin er spennumikil og ég elska hvað kom fyrir aðalkarakterinn (sem heitir hinu skemmtilega nafni Hiccup) í endanum; bæði óvænt og frekar djarft. Myndin hefur líka eina af bestu (og vanmetnustu) tónlist ársins.

Uppáhalds atriði: Seinna flugatriðið og byrjunin.


13: The Fighter; leikstýrð af David O. Russel

Á meðan t.d. 127 Hours hafði eina mjög öfluga frammistöðu, þá hafði The Fighter margar. Ég hef aldrei verið stór aðdáðandi að Christian Bale, en hérna kom hann með karakter sem var bæði mjög áhugaverður og helvíti fyndinn á köflum. Það skaðar ekki að Bale kemur með betri frammistöðum ársins. Hann, Mark Wahlberg og Amy Adams keyra myndina áfram með sterkum leik og sömuleiðis líka mjög góðu handriti og frábærum leik frá aukaleikurunum. Ég held að það hafi ekki komið neinn daufur punktur í myndina leikaralega séð og eina myndin sem eru jafn vel leikin er #2 á listanum. Boxatriðin sjálf voru góðar bætingar á þegar góða mynd.

Uppáhalds atriði: Þegar Alice Ward (leikin vel af Melissa Leo) uppgötvar að sonur hennar, Micky (Wahlberg), fékk sér annan umboðsmann.


12: Shutter Island; leikstýrð af Martin Scorsese
Shutter Island hefur frábært andrúmsloft og stíl, sem minnir mig mikið á Hitchcock (sem er bara góður hlutur), og inniheldur einhverja bestu frammistöðu sem ég hef séð frá Leonardo DiCaprio. Myndin virkar líka á tvo hætti, annarsvegar sem stórgóð mistería og hinsvegar sem öflug karakterstúdía. Myndin var eins og önnur mynd þegar ég sá hana í annað sinn. Tvistinn í endanum er líka mjög vel gerður, enda gefur myndin sér mjög góðan tíma í hann, og tók það mig dágóðan tíma að melta hann. Endinn er líka hægt að meta á nokkra vegu, og eru flestar kenningar frekar líklegar. Ég missti samt aðeins álit á myndinni þegar ég horfði á hana aftur.

Uppáhalds atriði: Þegar Teddy (DiCaprio) hittir annaðhvort Rachel Solando (Patricia Clarkson) eða Noyce (Jackie Earle Haley).


11: Harry Potter And The Deathly Hallows: Part I; leikstýrð af David Yates

Sem stór aðdáðandi bókanna get ég algjörlega sagt að ég var frekar ánægður með myndina. Hún er mjög trú bókinni (enda er henni skipt í tvennt) en hefur eitthvað af atriðum sem voru betri en bókin sjálf (til dæmis þegar nistið er eyðilaggt) og hefur Yates sannað að hann sé besti leikstjóri myndanna, enda kemur hann með besta leikinn frá tríóinu, nær vel að breyta stílnum í myndunum sínum og skipting milli húmors og spennu er alltaf mjög góð hjá honum. Leikurinn er oftast sterkur, húmorinn er góður, spennan er mjög vel gerð, útlitið frábært og oft frekar kröftug.
Handritið hefur samt tvo slæma galla (það er “Continuity error” með ákveðinn spegil og síðan fannst mér ákveðinn karakter vera allt of mikið skilinn út undan). Þrátt fyrir það, var myndin góð og get ekki beðið eftir lokahlutanum.

Uppáhalds atriði: Nistisatriðið


10: Enter The Void; leikstýrð af Gaspar Noé

Ef þú ert fyrir öðruvísi myndir, þá er Enter The Void mynd sem þú þarft að sjá. Fyrri helmingur myndarinnar dáleiddi mig algjörlega og komst ég algjörlega inn í þessa þunglyndislegu, einkennilegu og verulega hægu mynd, og þetta kemur frá manni sem fannst 2001: A Space Odyssey vera allt of langdregin. Oft koma atriði sem eru verulega erfið að horfa á. En því miður koma tilgangslaus kynlífsatriði í enda myndarinnar sem dró hana niður að mínu mati. Samt sem áður, góð mynd. Kvikmyndatakan er líka ótrúleg.

Uppáhalds atriði: Fyrsti hálftími myndarinnar. Credit-listinn í byrjun er sá langeinkennilegasti sem kom á árinu.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=dL0lNGXoP8E&feature=related


9: Batman: Under The Red Hood; leikstýrð af Brandon Vietti

Lítil og stutt kvikmynd sem fór ekki einu sinni í kvikmyndahús en náði aldeilis að heilla mig. Slagsmála atriðin er mjög vel gerð, sagan heillaði mig og ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem ég hef séð Robin sem áhugaverðan karakter (þ.e.a.s. Jason Todd, ekki Dick Grayson). Jafnvel þótt það var leiðinlegt að Mark Hamill sá ekki um raddleikinn á Joker, þá var John DiMaggio frábær. Þessi Joker gefur hinum útgáfnum ekkert eftir, jafnvel þótt hann sé ekki beint aðal illmennið í þessari mynd.

Uppáhalds atriði: Þegar Joker hittir Black Mask


8: The King’s Speech; leikstýrð af Tom Hooper

Colin Firth kemur með bestu karlkyns frammistöðu árins sem hinn stamandi prins Albert og heldur myndinni vel uppi. Geoffrey Rush. Helena Bonham Carter og aðrir leikarar standa sig líka mjög vel. Handritið er þar að auki glæsilegt, myndin er vel leikstýrð, dramað í myndinni er mjög vel gert, sambandið milli Albert og Logue (Rush) er kröftugt og myndin er miklu skemmtilegri en ég átti von á. Útlitið er þar að auki verulega flott á köflum.

Uppáhalds atriði: Ræðan


7: Kick-Ass; leikstýrð af Matthew Vaughn

Sjaldan hefur álit mitt á kvikmynd verið það sama og titill hennar. Ofurhetjumynd árins sem nær vel að vera bæði ádeila á ofurhetjur og stílísk, myrk slagsmála mynd. Aðalkarakterarnir þrír eru allir frábærir (þó Nicholas Cage ofleikur aðeins of mikið í síðasta atriðinu sínu) og þá sérstaklega Hit-Girl. Myndin er oft fyndin bæði með samtölum og því sem gerist á skjánum. Slagsmálaatriðin eru ótrúlega vel gerð og það er æðislegt hversu blóðug þau eru á köflum. Klæmaxinn er kannski aðeins of stuttur en bætir fyrir það að vera frábær og epískur. Og soundtrack-ið er æðislegt.

Uppáhalds atriði: Big Daddy í vörugeymslunni. Hann sannar þar að hann er meira en blanda af William Shatner, Adam West og Christopher Walken.


6: Winter’s Bone; leikstýrð af Debra Granik

Empire kallaði myndina Feminist Redneck Noir sem passar á sinn hátt við myndina. Mynd sem er raunhæf, grimm, hefur áhugaverða misteríu sem leysir ekki alla hnúta og keyrð áfram af góðri leikstjórn Debra Granik og frábærri frammistöðu frá Jennifer Lawrence. Mér fannst líka frábært að myndin leyfði sjálfri sér að anda aðeins með því að koma með atriði sem beindust ekki að ráðgátunni. Ree Dolly (Lawrence) og Teardrop (John Hawkes) eru með betri karakterum ársins.

Uppáhalds atriði: Endirinn


5: Bwong: The Movie; leikstýrð af Christopher Nolan

Eins og með The Dark Knight þá er álitið mitt á Inception að hún sé mjög góð mynd, en ekki eins góð og margir eru að segja. Það er farið frekar djúpt í pælingarnar um að fara í draum annarra, hvernig það er borið saman við fíkn í þessari mynd og sömuleiðis karakterinn hans DiCaprio, Cobb. Flestir karakterarnir eru eftirminnilegir, myndin er verulega flott og vel skotin, best leikstýrða mynd Nolan síðan Memento (sem er ennþá besta myndin hans) og klæmaxið er frábært. Tónlistin og brellurnar eru sömuleiðis góðar. Vel mælanleg.
Annars er einn mesti brandari ársins að myndin sé talin vera rosalega flókin.

Uppáhalds atriði: Snúningsatriðið í 2. draumalaginu. Talsvert flottara eftir að maður uppgötvar að þetta er ekki tölvugert.


4: Toy Story 3; leikstýrð af Lee Unrick

Fyrir utan Wall-E og Toy Story 2, þá er þetta besta Pixar-myndin að mínu mati. Tilfinningin sem ég fékk að sjá nýja Toy Story mynd í bíó var ótrúleg. Hún hefur frábæran húmor, eftirminnilega karaktera (sömuleiðis nýliðarnir, sérstaklega Mr. Pricklepants og Ken) og risastórt hjarta. Eftir klæmax myndarinnar gat ég ekki hætt að brosa. Ég gef líka myndinni plús fyrir að hafa myrkan og alvarlegan tón, hef ekki séð það svona mikið frá Pixar/Disney síðan The Hunchback Of Notre Dame. Toy Story 3 stendur uppi sem einn besti þriðji hluti af kvikmyndaseríu og sömuleiðis er Toy Story einn besti þríleikur sem ég hef séð.

Uppáhalds atriði: Ég þarf að segja síðasti hluti klæmaxins í staðinn fyrir endinn, því endirinn var kannski aðeins of mikið.


3: Scott Pilgrim Vs. The World; leikstýrð af Edgar Wright

Steiktasta, fyndnasta og frumlegasta mynd (með Enter The Void) sem ég sá á árinu. Á meðan bækurnar hafa stærri sögu og meiri persónuleika í aukakarakterunum bætir Edgar Wright fyrir það með því að hafa miklu meiri stíl heldur en bækurnar, betra flæði en er samt ótrúlega trúr bókunum. Bardagaatriðin eru rosalega vel gerð (og fjölhæf) sem hefðu auðveldlega getað feilað með röngum leikstjóra. Karakterarnir eru frábærir og nær Wright vel að höndla skjátíma þeirra og það er ótrúlegt hversu mikið hann nær að setja inn í myndina (hvort sem það er tilvísun, brjálæðislegar brellur, húmor, eða eitthvað súrt). Myndin hefur þar að auki einfalda en vel gerða þroskasögu fyrir aðalkarakterinn sem er leikinn af Michael Cera (sem hefur hækkað talsvert í áliti mínu á árinu. Fyrst Youth In Revolt og svo þessi). Hefði ekki verið fyrir einum stórgalla í endanum hefði myndin farið að minnsta kosti einu sæti ofar.
Það að Vampires Suck græddi meira en þessi lætur mig líða illa í sálinni.

Uppáhalds atriði: Svo mikið. Fyndustu atriðin voru áreiðanlega allt með Lucas Lee (Chris Evans í essinu sínu) og Wallace (Kieran Culkin)


Árið hafði tvær myndir sem skáru fram úr.

2: The Social Network; leikstýrð af David Fincher

Yfir heild er þetta áreiðanlega fullkomnasta mynd árins, enda er ekkert að þessari mynd. Handritið er það besta sem ég sá á árinu, Fincher kemur með sína best leikstýrðu mynd, leikurinn er gallalaus (þó það tók mig smá tíma að viðurkenna getu Justin Timberlake) og allt annað er frábært, hvort sem það er kvikmyndatakan, tónlistin (sem er skemmtilega öðruvísi) eða spenna myndarinnar. Fincher fær líka gott hrós fyrir að vita nákvæmlega hversu lengi senurnar eiga að vera, sem lætur myndina vera óvenju líflega miðað við mynd sem er nær eingöngu byggð á samtölum. Jafnvel þótt það var áhugavert að sjá hvernig Facebook varð til þá er þessi mynd meira en bara um það. Hún er líka um vináttu, svik, metnað og hvað það merkir í rauninni að vera tengdur umheiminum. Mark Zuckerberg er þar að auki áhugaverðasti karakter ársins, ef ekki einn af þeim áhugaverðustu sem ég hef séð.

Uppáhalds atriði: Klúbbaatriðið. Justin Timberlake sannaði þarna að hann getur vel leikið.


Þannig að hvaða mynd er betri en nær gallalaus mynd? Mynd sem hefur pælingar, óvissu um hvað er í rauninni að gerast og bestu frammistöðu ársins.


Og ballett.

1: Black Swan; leikstýrð af Darren Aronofsky

Fallegasta hryllingsmynd sem ég hef séð. Ég hef þegar séð myndina þrisvar og verður betri með hverju áhorfi og get ekki beðið eftir að sjá hana í bíó. Sagan er óvenju heillandi, tónlistin er mögnuð, myndin hefur mörg öflug atriði, vel leikin af aukaleikurunum, vel leikstýrð af Aronofsky og einstaklega vel leikin af Natalie Portman. Balletatriðin er líka mjög vel gerð og ég elska að áhorfandinn þarf að koma með sýna eigin skoðun á hvað gerðist í nokkrum ákveðnum atriðum. Spurningar á borð við: “Hvað er fullkomnun?”, “Hvað merkir að gefa sig algjörlega fram?” og “Hvenær fer metnaður manns að hafa áhrif á félagslíf manns?” koma fram og virkilega festast í hausnum á manni (allavega fyrir mig). Eina nitpick sem ég hef við þessa mynd er ákveðið atriði í lest þar sem Nina (Portman) sér gamlan mann. Hálf mínútna langt atriði sem passaði ekki inn í. Samt sem áður er myndin meistaraverk, og ég vil að Óskarinn gefi loksins styttu til leikara frá Aronofsky mynd.

Uppáhalds atriði: Eins mikið og ég elskaði fyrri hluta lesbíu-senurnar, þá var klæmaxið besta atriði myndarinnar.


Takk fyrir mig.

- sabbath