-Sithy-
101 Reykjavík
Sá 101 Reykjavík í litlu bíóhúsi hérna í Svíþjóð í kvöld. Ég sat þarna umkringd þó nokkuð mörgum Svíjum og var sú eins sem hló á þó nokkuð mörgum stöðum - og ég hugsaði með mér að ég hef ekki séð betri íslenska mynd í langan tíma - ef þá nokkurn tíma. Það var nánast útilokað að þýða (texta) myndina - þýðandinn hefur ekki átt auðvelt verk og mikið var einfaldlega ekki hægt að útskýra í stuttum texta - en þannig er það með það. Mér fannst alla vega eins og ég yrði að tjá mig örlítið um þessa mynd. Samtímis sem hún sýnir þó nokkrar neikvæðar hliðar á Íslandi og íslendingum þá er hún létt og skemmtileg og maður verður ekki alltof þunglyndur við að horfa á hana (sem er oft vandamál við að horfa á Íslenskar kvikmyndir). Hilmir er frábær! Meiri svona myndir í erlend bíóhús!