Ég var að kíkja á þettað snilldarverk á ný á gær eftir að hafa látið hana vera allt of lengi upp í skáp hjá mér.
Myndin fjallar um Spartacus sem var seldur í þrældóm þegar hann var þrettán ára. Í byrjun myndarinnar er hann að vinna sem þræll í fjalli og við það að á einn varðanna í fjallinu er hann járnaður við bjargið til að láta hann deyja úr sult. En á meðan er járnaður þar þá kemur maður að þrælabúðunum til að kaupa væntanlega skylmingarþræla. Hann velur Spartacus sem einn þeirra sem hann kaupir. Síðan fer hann með hann í æfingarbúðir fyrir skylmingarþræla og lærir Spartacus þar þá list og stendur sig með prýði. Þeir þrælar sem stóðu sig vel í búðunum fá að launum kvenmann. Spartacus er úthlutaður kvennmaður að nafni Virinia. Þó að Spartacus hafi ekki tekið sig til að neglt hana eins og hinir þrælarnir hefðu gert þá verð þau ástfanginn. En þegar hún er seld til Rómar þá kemur Spartacus af stað uppreysn.
Þettað er alveg ótrúlega vel gerð mynd í alla staði, enda orðin klassísk. Leikararnir eru líka ekki af verri endanum, t.d. Kirk Douglas, Laurence Olivier, Jean Simmons, Charles Laughton og Tony Curtis. Leikararnir standa sig allir með prýði og mega alveg fá lof fyrir það. Leikmyndin og kvikmyndatakan er líka með því betra sem maður getur séð. Ég fer ekkert ofan af því að Stanley Kubrick hefði átt að fá óskar fyrir þessa mynd en eins og allir hafa séð þá kýs óskarinn ekki alltaf réttu myndirnar eð flókið.
Mér perónulega finnst þessi mynd með þeim betri sem ég á og hef alltaf gaman af því að kíkja á hana öðru hverju. Þettað er kannski ekki besta mynd Kubrick en meistaraverk engu að síður. Ég gef þessar mynd ***1/2af**** og ég held að hún eigi það alveg fyllilega skilið.
Freddie