Aðalhlutverk: Joe Absolom, Lara Belmont, Melanie Gutteridge, Lukas Haas, James Hillier
Lengd: 94
Land: UK
Myndin: Nokkrir krakkar búa saman í húsi, þau þekka eða eru með einhverjum fleirri. Þessir krakkar fara á djammmið eitt kvöldið og ákveða út frá því að fara í andaglas. Með því að fara í Andaglasið vekja þau umm anda sem heiti Dhjinn. Þessi andi verður að drepa alla til þess að verða frjáls og geta drepið fleirri, því jú, hann er einhversskonar djöfull. Smám saman minkar hópurninn og snýst myndin í aðalatrium um það.
Ég ætla ekki að segja neitt meira en það að þetta var snilldar mynd. Ég hef venjulega ekkert gaman af svona myndum en þessi mynd var alveg frábær í alla staði. Maður var alveg við það að fá taugaáfall í bíóinu og stundum jaðraði við hjartastoppi. Þegar ég fór í bíóið vissi ég nefnilega ekkert hvað ég var að fara og var ekkert undir þetta búinn. Að mínu mati með flottari draugamyndum sem ég hef séð og mæli ég eindregið með henni.
*** / ****
Kvðeja Otti
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian