Aðalhlutverk: Tom Cruise, Dougray Scott, Thandie Newton, Ving Rhames
Lengd: 123
Land: USA
Myndin fjallar í stuttu máli um það þegar einhverjir vísindamenn búa til stór hættulegan vírus sem getur drepið mann á 28 klukkutímum frá smiti. Þessum vírus er rænt og fá Ethan Hunt og félagar það verkefni að endurheimta vírusinn og koma öllu á hreint aftur.
Að mínu mati var þessi mynd algjör hörmung. Þar sem sennilga flestir hafa séð þessa mynd að ætla ekki að sjá hana þá ætla að byrja á því að segja að þetta Fetish með grímurnar var alveg skelfing. Allir með grímur og allir trúðu þeim sem notuðu grímurnar að þei væru þeir sem grímurnar væru eins og. Hasar atriðin voru nokkuð flott að hluta til, en ef einhver getur sagt mér það að það sé hægt að læsa frambremsunni og prjóna svona afturfyrir sig og snúa sér í hring með annari hendinni og skjóta úr skammbyssu með hinni þá skal ég hundur heita. Svo er líka að stökkva fram af fimm metra háum eða hærri klett og lenda á bakinu standa svo strax upp og fara að berjast við einhvern kall. Þetta fannst mér alveg fáránlegt. Eina ljósið í þessari mynd er sennilega stutt viðkoma Anthony Hopkins sem mér fannst einmitt mjög sniðugt.
* / **** Fyrir flott hasar atriði og Anthonu Hopkins, jú og líka gelluna sem leikur í myndinni, Thandie Newton.
Kveðja Otti
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian