Um daginn mundi ég að langt síðan hefði verið að ég horfði seinast á Sódóma Reykjavík. Ég horfði á myndina og djöfullinn!
ég hef ekki hlegið svona mikið síðan ég var alltaf að horfa á Dumb & Dumber. Þessi mynd var leikstýrð af Óskari Jónassyni 1992. Þetta er bara snilld. Hún fjallar um mafíu sem er skipuð af Agga Pó (“höfuðpaurinn”), Brjánsi (algjör hálfviti en fyndasti karakterinn), Elli(fituhlunkur sem Brjánsi er sífellt að bögga). Mafían rænir Unni, sem er systir Mola sem m.a. bruggar landa fyrir skemmtistað mafíunnar. Meira segi ég ekki því þú verður að horfa á hana . Margir eiga myndina því hún fylgdi einu sinni með pulsupökkum eða kippu af kók. Besta íslenska mynd ever!
kv, The Snowman