Mulholland Drive er nýjasta afrek David Lynch en hann er mjög umdeildur leikstjóri þar sem hann hefur gert frekar skríttnar bíómyndir á venjulegan mælikvarða. Myndin kemur á út á dvd í Bandaríkjunum í dag en ég veit ekki hvenær hún verður frumsýnd hér á landi.
Mulholland Drive fjallar um dökkhærða konu sem lifir af hræðilegt bílslys en þar sem enginn er í grend þar sem bílslysið verður bjargar konan sér út úr bílnum og röltir af stað út í bláin. Fljótlega komumst við að því að konan þjáist af gjörsamlegu minnisleysi eftir bílslysið og veit ekki hver hún er og hefur engin skílríki til þess að komast að því. Konan fær hjálp hjá ungri laglegri leikkonu Betty Elms (Naomi Watts) við að finna út hver hún raunverulega er en fljótlega færist hasar í leikinn þegar þær komast að hinu sanna um hver hún er.
Mulholland Drive er ekta David Lynch mynd, ef þú þoldir ekki Lost Highway þá gætiru fundist Mulholland Drive ágæt mynd, ef þú hafðir gaman af Lost Highway þá áttu eftir að elska þessa. Mulholland Drive byrjar sem ósköp venjuleg mynd en með undarlegum samræðum og skríttnum myndatökum. Við kynnumst aðal leikonunum snemma í myndinni en einnig kynnumst við leikstjóra sem á í deilum við framleiðendur sína vegna ráðninga á leikonu, misheppnaðann leigumorðingja, undarlegann mann sem að dreymir alltaf sama drauminn og ekki má gleyma kúrekanum sem að segir hver á að gera hvað. Ef að þið haldið að ég hafi verið að eyðileggja eitthvað fyrir ykkur þá eruð þið svo langt frá sannleikanum. Myndin er pökkuð af *mómentum* sem að eiga sér enga fortíð né framtíð, áhorfandinn einn getur skilið hvað ég á við en ef þið hafið séð Lost Highway þá ættuð þið að vita sitthvað um þetta en þessi móment einkenna Lynch myndir og leyfa áhorfandanum að brjóta heilann í stað þess að vera mataður stanslaust. David Lynch sýnir á frábærann hátt að hann kann að leikstýra og ef Ron Howard hefði ekki fengið vorkunnar verðlaun óskarsins þá hefði Lynch átt að fá óskarinn fyrir bestu Leikstjórn (Peter Jackson á eftir tvær Lord of the Rings myndir hann getur ekki fengið óskarinn fyrir þær allar). Myndatakan er einstaklega góð því það er augljóst að Lynch lagði mikinn metnað í hana því hún skiptir gríðarlega miklu máli í svona myndum. Músíkin var líka góð, þ.e.a.s þegar hún var því það voru mjög mörg atriði án músíkar. Hljóð, klipping, leikur, þetta var allt frábært. Þessi gagnrýni á myndinni gagnast flestum lítið við að skija eða vita meira um myndina, þið verðið að sjá hana sjálf.
Ég hef lesið á nokkrum stöðum á netinu að David Lynch hafi gert myndina sem Pilot að nýrri þáttaröð sem hann vildi gera en engar sjónvarpsstöðvar vildu gefa hana út?
ég get ekki annað sagt en óheppnir þeir. Án efa besta mynd 2001 ásamt LOTR og Donnie Darko að mínu mati.
Mulholland Drive **** af ****