Ran “epic” Ég fór á ódýra tónlistamarkaðinn í Perlunni um daginn og rakst á þessa mynd í spóluhorninu. Efst aftan á hulstrinu stóð “A Family’s Tragety Erupts Into War” þettað hlaut bara að vera eitthvað sniðugt.

Myndin fjallar um Hidetora. Hann er gamall stríðsherra og telur tímabært að láta völdin af hendi til elsta sonar síns. Vegna þess kemur upp öfundsýki og svik. Myndin er lauslega byggð á verki Shakespeare, The Kings Lear og hefur alveg ótrúlegar stríðsenur.

Þessi mynd er rosaleg vel gerð í alla staði. Kvikmyndatakan er líka alveg “konfekt” fyrir augað(mig hefur alltaf langað að segja þettað), búningarnir fengu óskar á sínum tíma og er þettað með betri myndum sem ég hef séð að þessu ári.

Myndin er gerð árin 1985. Leikstjóri myndiarinar er Akira Kurosawa sem er orðin hálfgerð goðsögn í kvikmyndaheiminum.

Mér fannst þessi mynd vera rosalega flott. Skemmtilega leikin, þó að hún hafi verið heldur róleg til að byrja með. Ég mæli með að allir sem hafa gaman af því að horfa á frábærlega vel gerðar myndir reyni að komast yfir þessa mynd. Hún er ábyggilega til í Aðalvideo. Þessi mynd er reynar svoldið listræn og löng þannig að ég mæli ekki með því að horfa á hana ef þið eruð að leita eftir “action” mynd.

Ég gef þessari mynd ***1/2af**** þettað er mjög góð mynd.

Freddie