Myndin fjallar um þjóðhetjuna William Wallace og baráttu hans um frelsi. Eftir að eiginkona Wallace’s er myrt byrja hefndaraðgerðir hans fljótlega að snúast um frelsi land síns, Skotlands.
Það hafa verið gerðar margar stríðsmyndir en það er óhætt að segja að Braveheart sé með þeim bestu. Önnur myndin sem Mel Gibson leikstýrir, hin myndin var The Man Without A Face. Og verð ég að segja að Braveheart er bara mjög vel heppnuð mynd. Góðir leikarar, frábær tónlist, einstakar orrustur og margt fleira gera þessa mynd að því sem hún er.
Það sem heillar marga við Braveheart er áreiðanlega bardagarnir á vellinum, mjög vel útfærðir og blóðugir. Því blóðugri því betra, maður fær þá betri innsýn í það hvernig þetta var í stríðum.
Endaatriðið með pyntingarbekkinn.. segi ekki meira.. lætur mig alltaf, þá meina ég alltaf, í hvert einasta sinn sem ég horfi á myndina þá fæ ég hroll, hvert einasta hár á mér stendur.
Mel Gibson stendur sig náttúrlega vel eins og alltaf. Annars er frekar lítið um fræga leikara í þessari mynd. Sophie Marceu, sem er mjög vel þekkt í heimalandi sínu, Frakklandi, fer með hlutverk drottningarinnar. Svo er það Edward Longshanks, þar fer Patrick McGoohan með hlutverkið, leikur þennan grimma ógeðslega mann mjög vel.
Randall Wallace er búinn að sanna að hann er fínn handritshöfundur, þótt hann hafi tekið smá hliðarspor þegar hann gerði Pearl Harbor. 2/3 af þeirri mynd var bara eintóm ástarþvæla af verstu gerð. En svo bætti hann sig með að leikstýra og skrifa We Were Soldiers, fín stríðsmynd sem sínir aðrar hliðar stríðsins. Markmið myndarinnar er ekki að sýna að Bandaríkjamenn unnu þessa orusstu (Death Valley) heldur hvaða afleiðingar það hafði.
Braveheart var tilnefnd til 10 Óskarsverðlauna á sínum tíma, árið 1995. Hún fékk 5 af þessum 10 tilnefningum. Braveheart var tilnefnd sem Besta myndin, leikstjóri, myndataka, tónlist, hljóðklipping, förðun, búningar, klipping, hljóð og handrit. Hún fékk Óskarinn sem Besta myndin, leikstjóri, myndataka, hljóðklipping og förðun.
Ég mæli með Braveheart DVD disknum, tvöfaldur diskur, en samt þrátt fyrir að það sé mjög lítið um aukaefni, commentary og gerð myndarinnar, þá eru myndgæðin alveg ótrúlega góð og er hún vel þess virði að kaupa.
Svona í lokin langar mig að setja inn eina flottustu setningu sem hefur verið sögð í kvikmynd, ræðu Wallace’s.
“Ay, fight and you may die, run and you'll live. At least a while. And dying in your beds, many years from now, would you be willing to trade all the days from this day to that for one chance, just one chance to come back here and tell our enemies.. that they may take our lives, but they'll never take.. our freedom!”
****/****