Ég fór á video-leigu í gær og fann þar eina áhugaverða mynd með Dan Aykroyd í aðalhlutverki. Fyrsta sem ég hélt var að hér væri einhver ný grín mynd. En síðan las ég aftan á myndina og þá leit þettað út eins eitthver B-hryllingsmynd.

Myndin fjallar um Quentin sem vinnur sem öryggisvörður í Lyfjaframleiðslu fyrirtæki. Hann er mikið fyrir Teiknimyndablöð og á sér eina uppáhalds hetju, sem er “arachnid-avenger”, sem er hálfur maður og hálf könguló. Quentin lítur mjög upp til “arachnid-avenger” og væri alveg til í að vera eins og hann. Einn dag er brotist inn í fyrirtækið sem Quentin vinnur í og félagi hans, sem vinnur með honum, er drepinn í öllum látunum. Í bræði sprautar Quentin eitthverjum safa úr könguló í sig. Það sem Quetin sprautaði sig með var úr eitthverjum erðarbreytum ofur-köngulóm og við þettað byrja Quentin að breytast.

Þessi mynd kom mér auðvitað á óvart því að ég hélt að þettað væti bara eitthver ömuleg hryllingsmynd. Myndin er nátúrulega ekkert meistaraverk en samt mjög skemmtilega hugsuð. Skemmtilegur leikur hjá Devon Gummersall sem leikur Quentin. Dan Aykroyd er ekki með neit svakalega stórt hlutverk í myndinni en samt skráður sem aðalleikarinn. Hann leikur rannsóknar lögreglumannin Grillo, sem er í raun smá galli í myndinni. Því að reynt er að troða honum meira inní söguþráðinn en þarf á að halda.

En yfir heildin er þettað mjög skemmtileg mynd sem kemur skmmtilega á óvart. Ég gef myndinni **1/2af****

Freddie