Hver skaut Kennedy? Hverjir aðstoðuðu? Afhverju var hann skotinn?
Þetta er spurningarnar sem Oliver Stone vildi reyna að svara árið 1991 þegar hann pungaði út stórmyndinni JFK.
22.mars árið 1963 var forseti Bandaríkjanna John Fitzgerald Kennedy skotinn í skrúðgöngu á Álmstræti í Dallas,Texas. Saksóknari í New Orleans að nafni Jim Garrison(Kevin Costner) fylgist með í fréttum og fylgist með mismunandi viðbrögðum manna við morðinu. Hann grunar þjóðina um græsku og þegar hin grunaði morðingi Lee Harvey Oswald er leiddur út úr dómshúsi eftir langar yfirheyrslur trúir hann því ekki að þessi maður sé einn að verki staðinn. Hann styrkist í trú sinni þegar Oswald er drepinn af mafíutengda klúbbaeigandanum Jack Ruby. Garrison er nokkuð öruggur um það að það sé maðkur í mysunni. Hann tekur að sér að rannsaka morðið á Kennedy ásamt hóp af samstarfsmönnum sínum. Hann leggur sjálfan sig og fjölskyldu sína í hættu til að komast að botni málsins.
JFK var gífurlega umdeild á sínum tíma vegna þess að Oliver Stone var sakaður um að skálda ýmislegt og teigja á sannleikanum til að gera áhugaverðari kvikmynd. Mér fannst þetta skondið að rifja þessa mynd upp í ljósi þess að margir hafa skammast yfir sögufölsun Bandaríkjamanna í nýlegum kvikmyndum eins og A Beautiful Mind og Black Hawk Down. Málið er einfaldlega það að þetta er ekkert nýtt því “bandaríkjamaðurinn” Oliver Stone fór ógætilega með eitt viðkvæmasta mál Bandaríkjanna fyrr og síðar. Enda myndi ég kannski ekki mæla með þessari sem sögukennslu en það er samt ýmislegt við Kennedy-morðið sem rennur ekki eins og smjör. Það var grundvöllurinn sem Stone þurfti til að vekja upp spurningar og reyna að fylla upp í götin sem eru vissulega til staðar. Stone var gagnrýndur af háttsettum þingmönnum og jafnvel kvikmyndagerðamönnum. Stone segir að ef Kennedy hefði ekki verið skotinn hefði þátttaka Bandaríkjanna ekki verið jafn mikil í Víetnamstríðinu. Peningaflæðið sem herinn fékk í kjölfar Víetnamstríðsins er grunsamlegt og réttlætanlegur grundvöllur fyrir einhverskonar samsæri. Ég held að Stoen vilji aðallega að fólk geri upp við sig sjálft hvort þau halda að um samsæri hafi verið að ræða eður ei.
Einn umdeildasti karakterinn í JFK er Man X(Donald Sutherland) sem hittir Garrison og segir honum frá ýmsu undarlegu sem gerðist meðal herdeildanna rétt fyrir morðið. Margir hafa spurt Oliver Stone hvort þessi maður sé uppspuni. Stone segir að þessi karakter sé byggður á manni sem heitir Fletcher Prouty, sem var í hernum allt frá því fyrir seinni heimsstyrjöldina. Á Kennedy árunum vann hann hjá Pentagon við hinar svokölluðu “svörtu aðgerðir” fyrir CIA. Allt það sem X Man segir í myndinni sagði þessi Fletcher við Oliver Stone þegar þeir hittust. Fletcher hitti hinsvegar aldrei Jim Garrison heldur sendi honum mörg bréf á þessum árum.
Stone segir að þótt margir ásaka hann um að brengla bandaríska sögu þá er hann stoltur af myndinni og hann er reiður yfir því að í sögubækum er kennt að Kennedy var skotinn af manni sem var einn að verki og sá maður var skotinn af öðrum sem var einn að verki og fólk trúir þessari skýringu. Hann segir líka að Warren skýrslan sem inniheldur opinbera útskýringu á morðinu sé móðgun við hin hugsandi mann. Enda véfengja fleiri og fleiri þessa skýrslu með árunum. Stone segir að það eru alltof margar spurningar lausar í loftinu til að fólk fari að gleyma þessu máli og haldi áfram með líf sitt. t.d. a)Afverju notaði Oswald þennan hrikalega lélega ítalska rifil sem var kallaður mannúðarrifillinn í ítalska hernum vegna þess að hann gat varla drepið neinn, þegar hann hefði getað fengið mikið betri riffil í byssubúð í Dallas.
b)Afherju var hann ekki látinn gefa skýrslu þegar hann sneri aftur til Bandaríkjann á meðan 25.000 aðrir túristar þurftu að gera það sama ár.
c)Afhverju var svona auðvelt fyrir Oswald að fá starf hjá bókasafninu á besta stað til að skjóta Kennedy.
d)Afhverju var Oswald svona rólegur þessa helgi og hvers vegna sagði hann að hann væri blóraböggull, sem er ekki venja hjá einfara morðingjum þeir viðurkenna alltaf glæp sinn(t.d. John Wilkes Booth sem drap Lincoln)
e)Afhverju var Allen Dulles, sem Kennedy sjálfur hafði rekið frá CIA stuttu fyrir morðið, var látinn stjórna Warren stjórninni.
f)Afhverju trúir fólk töfrakúlukenningu Warren nefndarinnar þar sem ein kúla olli sjö sárum og bæði Kennedy og Connally ríkisstjóra og tók meðal annars U-beygju í loftinu(þetta hélt ég að væri eitthvað rugl frá Stone en þessi kenning stendur í Warrenskýrslunni)kúlan fannst svo á börum á sjúkrahúsinu óskemd eftir að hafa farið í gegnum Kennedy og Connally mörgum sinnum.
Það er rosalega margt sem stenst ekki þessari ótrúlegu sögu en eins og ég sagði áðan þá er erfitt að taka mark á kvikmyndagerðafólki. leikaravalið í þessari mynd er með því besta sem ég hef séð enda skiljanlegt að leikarar vilji taka þátt í þessari hugrökku mynd.
Í aðalhlutverkum eru Kevin Costner,Tommy Lee Jones,Gary Oldman,Kevin Bacon,Michael Rooker,Sissy Spacek,Joe Pesci,Jack Lemmon,Donald Sutherland,Frank Whaley,John Candy,Walter Matthau,Vincent D´Onofrio,Wayne Knight.
Myndatakan í þessari mynd er einstaklega smekkleg og blandar Stone skemmtilega gömlum filmum með fréttaskotum og svarthvítu og litfilmum líkt og hann gerði seinna í NBK. Myndin er gífurlega hröð og spennandi frásagnaraðferð Stone er áhugaverð og heldur mann við efnið. Þótt myndin sé næstum 3 tímar sem hæfir stórmynd af þessu kalíber, finnur maður ekki fyrir því að það er erfitt að slíta sjálfan sig frá þessari mynd þegar maður er byrjaður. Þessi mynd á mikið lof skilið fyrir að fara sína eigin leið og er þetta tvímælalaust hugrakkasta mynd Oliver Stone. Þetta er alvöru kvikmyndagerð sem hrærir upp í fólki og skilur eftir sig spurningar og svör. Hún fær 7.7 á imdb.com sem er mjög góð einkunn.
Ég mæli með því að fólk horfi á þessa mynd til að njóta þess að horfa á spennandi og áhugaverða mynd. Ef fólk vill hinsvegar fá hreinan sannleik um málið þá mæli ég með því að það finni upplýsingar á netinu eða í fræðiritum frekar.
Ein minnistæðasta og umdeildasta mynd sögunnar.
-cactuz