SHOWTIME
Lengd: ca. 95 mín.
Leikstjóri: Tom Dey
Aðalhlutverk: Robert DeNiro, Eddie Murphy, Rene Russo
Bandarísk
Ég sá Showtime á muzik.is forsýningu í gær en get því miður ekki hrósað henni.
Í byrjun myndar bregður löggan Mitch Preston (Robert DeNiro) sér í dulargervi og ætlar að reyna að koma upp um fíkniefnasala. Trey Sellars (Eddie Murphy) er líka að vinna hjá lögunni þó að hann hafi ekki náð inntökuprófinu enn. Hann sér Mitch vera vopnaðan og hefur ekki hugmynd um að hann sé í löggunni og biður um liðsauka. Úr þessu öllu saman verður svo svaka skotbardagi og einn fíkniefnasalinn er með risa byssu sem er drulluólögleg. Í fyrstu halda löggurnar að allir bófarnir séu allir náðir (en það er ekkert vitað um byssuna) og Trey fær að vita hver Mitch er í raun og veru. Myndatökumaður frá einhverri sjónvarpsstöð kemur svo að Mitch en það líkar honum ekki og skýtur á myndavélina. Sjóvarpsstöðin ákveður þá að fara ekki í mál við Mitch ef hann vill leika í raunveruleika sjónvarpsþátt sem Chase Renzi (Rene Russo) ætlar að sjá um. Mitch vill ekki taka það í mál en stjórinn neyðir hann til þess og Trey vill ólmur fara með honum í þáttinn og fær það. Chase vill að þátturinn endurspegli “Cops” þáttaraðirnar þó Mitch finnist Trey bara vera böggandi. Þátturinn fær nafnið “Showtime” og verður geðveikt vinsæll þegar hann fer í sýningu og þá aðallega út af Trey sem var að fíla sig í tætlur við gerð þáttanna. Málið með fíkniefnasölunum er samt langt frá því að verða klárað og það er ein stór ráðgáta hver smíðar stóru byssuna.
Eddie Murphy var frekar fyndinn í myndinni en annars var hún að mestu leyti mjög léleg.