Spy Game er þokkalegur njósnaþriller þar sem Tony Scott sameinir tvo stórfína leikara, þá Brad Pitt og Robert Redford. Myndin fjallar um CIA kallinn Nathan Muir (Robert Redford)sem er einn dag frá því að fara á eftirlaun. En þá fréttir hann af því að ungur félaga hans Tom Bishop (Brad Pitt) hafi verið handtekinn í Kína fyrir njósnir. Muir reynir strax að gera eitthvað í málinu, en til þess reynir hann að fá hjálp hjá samstarfsmönnum sínum. Á meðan hann talar um Bishop við hina CIA yfirmennina, rifjar hann upp gömlu dagana, allt frá 1975 til dagsins í dag (þau geta ruglað suma í rýminu). En þegar samstarfsmennirnir hans hjálpa honum ekki, tekur hann málið í sínar eigin hendur. Spennan magnast síðan en meira þegar hann bjargar honum, en til þess að vita hvernig hann fer að því að bjarga honum verðuru að fara í bíóið.