Bonnie & Clyde Klassísk mynd með Warren Beatty og Faye Dunaway í aðalhlutverkum. Um frægasta glæpa par allra tíma.

Myndin fjallar um glæpaferil Bonnie og Clyde saman. Hvernig þau kynntust á þeim tíma sem Bonnie var að vinna sem þjónustustúlka og Clyde var nýkominn úr fangelsi, og hvernig líf þeirra þróuðust út frá því. Í myndini er líka sagt frá ránum þeirra og hinna í klíkunni þeirra. Alveg til enda þeirra allra.

Í myndinni koma líka fleiri góðir leikarar fram eins og t.d. Gene Hackman, Michael J. Pollard og Estelle Parson en hún hékk óskarinn fyrir leik sinn í myndinni.

Mér fannst þessi mynd vera alveg prýðis skemmtun. Hún var svona eins og Natural Born Killers síns tíma. Myndinn fékk á sínum tíma að mig minnir 11 óskarverðlauna tilnefningar en fékk ekki nema tvö. Þess má geta að þettað er líka fyrst mynd sem grínistin Gene Wilder lék í.

Þess má einnig geta að myndin fer ekki alltaf með rétt samkvæmt sögunni. T.d. í byrjun myndarinnar þá hittast þau á meðan Bonnie nær Clyde við að reyna að stela bíl móður hennar. Í raun hittust þau á meðan Bonnie var að vinna sem Þjónustu stúlka á einhverjum ógeðslegu veitingahúsi sem hún vann á á meðan hún var ekki að vinna sem hóra.

Það eru fleiri punktar sem ekki eru sannir í myndinni en samt fínnasta skemmtun engu að síður sem fær ***1/2 af **** hjá mér.

Freddie