Sælt verið fólkið!

Kallin mættur aftur og kastar kveðju á alla í tölvulandinu sem eru vakandi langt framm eftir að kippa í sig eða lesa greinar.

Eg vill ræða um mynd að nafni…Big trouble in little China

STOP!!!!

ef þú hefur ekki séð þessa mynd stattu þá upp og farðu í það að redda henni NUNA!!.

Þessi mynd kom út 1986 og er með rosa leikurum á borð við Kurt russel,Dennis Dunn, James Hong og Victor Wong.
Leikstýrð af engum öðrum en John carpenter.

þið eruð eflaust að hugsa núna shiiit kom ut 1986 með no name leikurum nema Körtaranum, hvað gæti maður átt von á?
Faranlegum klippingum….Hrikalegum one linerum…og feitur bassi sem Korg 900 hlmjómborðið gæti aðeins gefið frá sér….en það er ennþá von.

Eg sá þessa mynd fyrst þegar ég var sirka 7 ára og hafði alltaf munað eftir henni því mer þotti vænt um hana í barnæsku.. eins og margar myndir..T.D. True lies, Die hard 1, Empire of the sun.. ef þið vitið ekki hvaða myndir þetta eru reddið þeim þá.

En eins og gerist eldast voða fair hlutir vel…True lies var bara Pentagon rusl sem predikar að allir dökkir kallar eru hryðjuverkamenn sem vilja tortíma USA og CIA geta gert bókstaflega allt, flogið fokker þvotum, drepið tugi manns og mætt heim í tæka tíð fyrir afmælið…Arnold kallinn þúsundþjala smiður.

Empire of the sun æiii….Christian Bale var hann ekki bara ræktaður á tilraunar stofu í hollywood til að verða stjarna..spurning, það er svo mikið að þessari mynd að ég ætla ekki út í það.

Die hard 1…..Sko Hvernig drepur maður bruce willis?
hann var svo cool en núna fæ eg kjanahrollinn þegar eg sé hann hlaupa með 10 skota skammbyssu að stuta heilum hóp vopnaðra þjóðverja…og það furðulegasta við þetta er að hann hlaðar aldrei skammarann…go figure.

En núna ad megin malinu Big trouble in little china.

Eg verð að segja að ég var að sja þetta meistara verk um daginn eftir mörg ár og þessi mynd varð betri!

Jack Burton..(Kurt Russel)
Er hugsanlega það fáranlegur…það hallærislegur…með það slæma one linera að það er einfaldlega bara æðislegt.
Aldrei hef ég séð jafn mikið Ego og karlrembusvín eins og jack…en þrátt fyrir allt þykir mer vænt um hann og eg fer að hlægja.

Myndin fjallar semsagt um Jack Burton (Kurt) hann er vörubílstjóri sem eins og aður var sagt mjög hrokafullur og æðislegur…myndin byrjar þannig að hann hittir gamlan felaga í china town og asnast til að fara með honum upp á flugvöll að ná í gellu sem felagi hann ætlar að giftast..EN á flugvellinum eru skemmtilegir oþokkar eða Lords of death, Kínverst glæpa gengi sem berja og stinga hvern sem er sem er fyrir þeim, þessir oþokkar enda með því að ræna kærustu vinarinns því hun er eina Kínverska stelpan með græn augu…núna byrjar fjörið og gleðin..:D

Maður eða Andi að nafni Lo Pan..(svalasti vondi kall sem uppi hefur verið) Var eitt sinn mikill maður, stríðsmaður,galdrakall og bara mikilmenni, en á hann voru sett álög af guði að nafni Ching Dia, álögin voru semsagt þannig að hann verður að fynna kínverska stelpu með græn augu og giftast henni síðan fórna henni til guðsins til að verða dauðlegur aftur annars lifir hann af eilífu sem gamall ógeðslegur kall.

Jack og Vinur hanns Wang elta óþokkana og enda uppi í götu sundi þar sem jarðarför er í miðjum gangi…hérna sér maður fyrirbæri sem kjallast :Chinese stand off:
og hversu mikilvægt það er að hafa alveg þögn á meðan Chinese stand off er í gangi..:D

malin versna síðan þegar þeir flækjast í klíku stríð á milli Wing Kong og Chang Sings…Lord of death voru í liði með Wing kong.

Malin verða síðan en furðulegri þegar þeir sjá Lo Pan í sundinu í fyrsta skiptið og keyra yfir hann á trukknum en auðvitað er ekki hægt að drepa hann það auðveldlega.

það sem fylgir er að Jack og Wang fara í mission til að bjarga gelluni og öðru fólki í neðanjarðar höllinni hanns Lo Pan…og hitta marga skemmtilega gaura eins og….Thunder, Lightning og Rain sem eru lífverðir Lo Pans.

Thunder hefur 1 línu í myndinni og hún er með betri línum sem eg hef heyrt…Jack og Wang sitja bundnir í hjólastólum í fundarherbergi Lo Pans allt voða glæsilegt.

Jack segjir..“where the hell are we?”
Thunder….“YOU ARE NO WHERE!”

Önnur snilldar lína sem jack segjir er.
“If im not back in 10 mins…call the president..”

Þekkir jack forsetan hahah?
held ekki en hann er samt nogu harður til að segja þetta

erum við að tala um face eða hvað…myndin er öll svona full af snilldar línum og samtölum.

Rain hann á voða skemmtilegan dauðdag ekki missa af því..:D

Semsagt til að klara….þetta er Hrollvekja,Hasarmynd,Grínmynd, og smá fantasy allt í einum pakka

ef þið hafið ekki séð hana reddið henni og checkið á henni bara til að fá kjanahrollin ef ekkert annað…en fyrir þá sem kunna að meta svona myndir er þetta GULL…

endilega gefið mer skoðun á myndinni ef þið hafið séð hana

Big trouble for life

Friðu