Mig langar að seigja frá því þegar ég og kærastan mín fórum í bíó um daginn.
Við ákváðum að vera soldið ´grand´ og skella okkur í “lúxussal”1 í Álfabakka, Ég skrapp og keypti miðana um kl 6 til að vera viss um að það væri ekki uppselt.(fékk tvo miða í 8 bíó)
Svo klukkan 8 þá mættum við og ætluðum að fara inn í VIP salinn og láta okkur líða vel, það byrjaði voðalega flott þegar við komum inn, þar var kælir þar sem maður gat fengið sér kók eða einhvað að drekka og svo var svona popp sjálfsafgreiðsla þar sem maður gat fengið sér popp.
Það er ekki mjög girnilegt að hafa svona sjálfsafgreiðslu á poppi þar sem allir geta fengið sér popp og hrækt svo ofaní það á eftir (ég er viss um að mér hefði dottið það í hug þegar ég var 13 ára).
En þá var komið að því að fara inn í sal og koma sér vel fyrir í þessum frábæru leður leisíboj stólum með fótskemil og baki sem maður gat lagt aftur og allt þetta er rafstýrt, M.ö.o. mjög góð sæti.
Við vorum síðust inn í salinn og það voru 2 sæti laus í salnum og þau voru á fremsta bekk lengst til hægri c.a. 2-3m frá tjaldinu sem er öruglega 10fm eða meira.
þegar myndin byrjaði loxins reyndi ég að halla sætinu alveg aftur til að hafa einhvern möguleika á að lesa textann eða sjá hvað væri að ske þarna vinstra meginn, en eftir að hafa lesið nokkrar línur af textanum þá var ég orðinn alveg ruglaður í hausnum og illt í hálsinum.
Þegar c.a. 5 mín voru liðnar af myndinni þá létum við ekki bjóða okkur upp á þennan “lúxus” og fórum yfir í sal 1 þar sem var verið að sýna sömu mynd.
Er hægt að bjóða einhverju fólki upp á þessi sæti þarna alveg við tjaldið, ég get ímyndað mér hvað það örugglega gott að geta slappað af yfir góðri mynd ef maður væri örlítið lengra frá skjánum, en að fólk sé látið borga sama pening fyrir þessi hörmulegu sæti það er svolítið lélegt.
Sjálfur væri ég alveg til í að borga 100 eða 200kr meira fyrir miðann ef maður fengi góð sæti.
Hvernig er þetta í Smáranum?? er þetta eins þar??