Desperate living er mynd eftir furðufuglinn John Water sem færðu okkur myndir eins og pink flamingos, serial mom og cry baby. Svo gerði hann hina upprunnalegu mynd hairspray sem var síðan endurgerð og hlaut sú mynd miklar vinsældir.
John water fæddist 1946 í boltimore, hann var ekki þessi eðlilegi ungi strákur sem fannst gaman af fótbolta og því um líkt, hann var meira fyrir ofbeldi og gore, bæði í bíómyndum og í raunveruleikanum. Hann byrjaði snemma að gera hljóðlausar bíómyndir á 8 og 16 mm filmur. Fyrsta myndin hans í fullri lengd var Pink flamingos sem hann gerði árið 1972 sem er talin ein mest shocking mynd allra tíma, eftir það gerði hann female trouble (1974 ) og sú þriðja var myndin Desperate living (1977) og var hún talin vera alveg jafn og jafnvel meiri shockerandi en pink flamingos. Það sem ég hef ekki en séð pink flamingos get ég ekki borið þessar myndir saman.
Desperate living er í stuttu máli um tvær konur sem verða fyrir því óláni að drepa óvart eiginmann annara konunar svo þær þurfa að flýja í mesta krummaskuð sem þið hafið séð, Mortville. Þarna hýsast mestu úrþvætti borgarinnar og í þessum bæ er drottning sem heldur hörðum höndum um fólkið með fáránlegum reglum og ofbeldi.
Ég hef séð nokkrar myndir með John Waters og það er eitthvað við þær sem heilla mig, húmorinn er svo hárbeittur og dulinn áróðri gagnvart hinu almenna samfélagi og desperate living er engin undantekning þar sem hin harði leiðtogi kúgar þjóð sína og gerir hana hrædda við auðvaldið.
Myndin er ógeðsleg það er ekkert hægt að leyna því, fyrir fólk sem auðveldlega verður misboðið ættu kannski ekki að horfa á þessa mynd, en þeir sem taka lífinu ekki allt of alvarlega og finnast gaman að ógeðslegum húmor ættu að kíkja á myndina. John Waters er þekktur fyrir að shockera áhorfandann með ógeðslegum og skrautlegum karaterum í bland við sóðalegt kynlíf sem fáum detta í hug að hugsa sér. Það er allavega hægt að segja að Waters var langt á undan sínum samtíma og frumkvöðull í svona gore shock value myndum þó svo að í hinni underground senu bandaríkjana og líka mikið í japan og kóreu var nóg af svona myndum en hann er allavega sá frægasti.
Desperate living fannst mér ruglingsleg, það er lítið verið að útskýra hlutina í byrjun myndar og maður verður svolítið að láta það framhjá fara að handritið er þunnt og peningar litlir og kannski reynsla leikstjóra ekki mikil en boðskapur myndarinnar kemur ágætlega en sjúklega til skila.
Húmorinn er skemmtilegur í byrjun myndar og fannst mér alveg frábært hvað ríka konan sem endar með því að drepa síðan eiginmann sinn sé sjúklega móðursjúk kona.
Karaterar í Mortville eru skemmtilega ógeðslegir og furðulegir og baksaga þeirra er útskýrt mjög stuttlega og fáránlega út sem meikar fyrir manni engan sense. Það er stundum eins og Waters væri að reyna að láta mann vorkenna karaterunum en gat ekki staðist mátið að henda inn sínum sjúku hugsunum inn í það og þar að leiðandi hló maður bara meira og vorkendi karaterunum ekkert sem er svo sem í lagi því þessir karaterar eru svo langt frá raunveruleikanum.
Þetta er ekki mynd sem þú horfir á með fjölskildunni, kannski bara með vinum þínum ef þú veist að þeir fíla sick B myndir, þó svo að þessi mynd sé meira kanski C mynd annars eru þeir bara að eyðileggja fyrir þér. Ég mæli bara með að horfa á hana einn.
Myndin er fín en eins og ég segi þá er hún ruglingsleg og hræðilega illa klippt kanski því að það var lítið um að velja í klippiherberginu.
**1/2/*****