Leikstjóri: Kevin Lima
Handrit: Kristen Buckley, Dodie Smith
Framleiðendur: Edward S. Feldman, Michelle Fox
Aðalhlutverk: Glenn Close, Gérard Depardieu, Ioan Gruffudd, Alice Evans, Eric Idle, Ben Crompton
sbs: **
Í byrjun kvikmyndarinnar 102 Dalmatians sjáum við lækni og lögfræðing tala um geðheilsu Cruella De Vil, læknirinn segir að hún sé læknuð og stuttu seinna fær hún skilorð en ef hún brýtur skilorðið þá muna allir peningarnir hennar fara í hunda athvarf, þeir munu fara í hundanna, segir dómarinn. Cruella, sem vill núna láta kalla sig “Ellu” og hún bara elskar hunda útur lífinu. Allt virðist vera fínnt hjá henni Ellu en þegar að hún heyrir Big Ben hringja þá breytist hún aftur í hina venjulegu Cruellu(ég skildi það ekki alveg). Þá fer sagan að verða nokkuð mikið svipuð 101 Dalmatians.
Skilorðsfulltrúinn hennar, Chloe(Alice Evans), sem er mikill hundamanneskja á fullt af dalmatiu hundum einn þeirra hefur enga bletti og er hálf þunglyndur yfir því. Hún verður ástfanginn af Kevin(Ioan Gruffudd) sem á hundaathvarfið sem að Cruella tengist. Cruella vill nátturulega fá sér ný dalmatiu föt en núna þarf hún 102 hvolpa og restin af myndinni fjallar um það.
Það eru margar persónur í myndinni. Páfagaukurinn Waddlesworth(Eric Idle), hann getur talað og stafað, hann heldur líka að hann sé hundur. Jean-Pierre Le Pelt (Gérard Depardieu), fatahönnuður sem ætlar að hjálpa Cruellu og fleiri og fleiri.
Búningarnir eru mjög flottir eins og venjan er, sjónbrellurnar voru alveg að virka en það vantaði eitthvað. Persónurnar eru bein afrit af persónunum úr fyrstu myndinni, en eru ýktar alveg ótrúlega. Börn hafa án efa gaman af myndinni en flestir ættu bara horfa aftur á gömlu teiknimyndinni.
<a href="http://www.sbs.is/>sbs : 26/02/2002</a