Good Advice (2001) Leikstjóri: Steve Rash
Handrit: Daniel Margosis
Framleiðendur: Mark Burg
Aðalhlutverk: Charlie Sheen, Denise Richards, Jon Lovitz, Angie Harmon, Rosanna Arquette, Estelle Harris

sbs: **

Frekar útreiknanleg kvikmynd um verðbréfamiðlarann Ryan Turner (Charlie Sheen) sem missir vinnuna eftir að hann tapaði nokkrum milljónum. Hann flytur inn til kærustunnar sinnar en þegar hún hefur fengið nóg af honum og flytur burt ákveður hann að taka við dálk sem hún hafði í littlu blaði. Þar svaraði hún bréfum fólks og var víst mjög léleg en þegar hann fer að svara fyrir hana þá verður dálkurinn mjög vinsæll og blaðið rokselst

Charlie er nátturulega fæddur til að leika karlrembu, monthana sem engin þolir, nema vinur hans lýtarlæknirinn Jon Lovitz, Jon er alltaf skemtilegur hvað sem hann gerir. Rosanna Arquette leikur eiginkonu lýtalæknisins og er nýbúin að fá nýan rass frá honum. Rosanna virðist alltaf leika sömu persónuna sama má segja um Denise Richards sem leikur kærustu Ryans.

Rómantíski hluti mydarinnar er um samband Ryans við Page (Angie Harmon) sem þolir hann ekki fyrst en, auðvitað, venst honum og þau verða svo ástfanginn af hvort öðru. Grín hluti myndarinnar er aðalega í höndum Estelle Harris(kerlingin sem lék mömmu Georges í Seinfeld). Hún leikur ritara Page. Hún er rík en vinur bara til gamans. Persónan var reyndar öll bein afritun af Karen úr “Will & Grace”

Myndin er mjög týpísk, það er endalaus “rómantísk” tónlist spiluð í bakgrunninum og handritið er endurunnið úr fjölmörgum öðrum grín/rómantískum myndum. En það er alltíalgi að horfa á myndina. Hún er fljót að líða og er frekar saklaus.

<a href="http://www.sbs.is/">sbs : 28/03/2002</a