Leikstjóri: Brian Singer
Handrit: Christopher McQuarrie
Framleiðendur: Bryan Singer, Michael McDonnell, Kenneth Kokin
Tónlist: John Ottman
Aðalhlutverk: Gabriel Byrne, Kevin Spacey, Stephen Baldwin, Dan Hedaya, Benicio Del Toro, Kevin Pollak
sbs: ***+
Hinir “venjulega grunuðu” menn eru fimm: Dean Keaton (Gabriel Byrne), fyrrverandi spillt lögga sem er þekktur fyrir stálharða framkomu og taugar úr járni; Todd Hockney (Kevin Pollak), sérfræðing í vélbúnaði og sjálfsbjörgun; Michael McManus (Stephen Baldwin), hálf geðveik skytta; Fred Fenster (Benicio Del Toro), félagi McManus sem talar mikið en engin skilur hann og svo Verbal Kint (Kevin Spacey), bæklaður svikahrappur.
Verbal Kint er einn af tveimur mönnum sem lifðu af þegar bátur var sprengdur upp við San Pedro höfn, hinn maðurinn er mjög brenndur og hræddur ungverskur hryðuverkamaður sem segir að Keyser Soze hafi framið verknaðinn. Verbal er tekin af rannsóknarlögreglumanninum Dave Kajun (Chazz Palminteri) og er látinn segja frá öllu sem kemur bátnum við. Kvikmyndin gengur svo út á það að hann er að segja Kajun frá hvað gerðist einsog hann man það. En Kint er ekki áreiðanlegur sögumaður og þegar maður er að horfa á myndina hugsar maður oft, hvað af því sem hann er að segja gerðist og hvað er bara hugarburður hans.
Leikstjórinn, Bryan Singer fær lánað frá mörgum meisturum þegar hann gerði The Usual Suspect, allt frá Hitchcock til Coen bræðra en gerir það vel. Hann nær að taka öll atriðin og gera þau fersk, þó að flest í myndinni hefur komið fram oft áður. Handritið eftir Christopher McQuarrie er magnað það heldur áhorfandanum föngum út myndina og refsar þeim sem fylgjast ekki nógu vel með því að það verður að horfa á myndina frá byrjun til enda til þess að skilja hvað er í gangi að hverju sinni.
Leikararnir eru flestir frábærir, margir leika hlutverk sem er algerlega ólík þeirra venjulegu hlutverkum. Kevin Pollak er vanur að leika “comic relief” góða karlinn en hér er hann vægðarlaus morðingi. Stephen Baldwin leikur hinn fullkomna vitfirring og lætur mann hugsa, hvernig endaði hann með að leika í The Flintstones 2? Benicio Del Toro kemur með flestan húmorinn, aðallega útaf hinum óskiljanlega hreimi. Kevin Spacey fer með besta leik kvikmyndarinnar, hann er algerlega sannfærandi sem hin bæklaða skræfa sem segir söguna en þegar maður hlustar á verður maður að muna að við heirum bara hans útgáfu…
<a href="http://www.sbs.is/">sbs : 22/03/2002</a