Ace Ventura: Pet Detective (1994) Leikstjóri: Tom Shadyac
Handrit: Jack Bernstein, Jim Carrey
Framleiðendur: James G. Robinson
Tónlist: Ira Newborn
Aðalhlutverk: Jim Carrey, Courteney Cox, Sean Young, Dan Marino

sbs: ***

Allir alvöru gagnrýnendur elska að rífa niður Ace Ventura: Pet Detective. En að mínu mati er hún ekki nærri því eins slæm og þeir vilja halda. Í rauninni er hún ágæt.

Þetta var fyrsta alvöru kvikmyndin sem Jim Carrey lék aðalhlutverk í, hann hefði leikið reyndar nokkuð stórt hlutverk í Once Bitten og Earth Girls are Easy en þetta var fyrsta myndin sem hann var aðalparturinn.

Hann leikur Ace Ventura, gæludýraspæjara. Ace fær það starf að finna höfrung sem er einhverskonar lukkugripur fótboltaliðs. Carrey ofleikur alveg rosalega í þessari mynd, en hvað átti hann að gera, hann var frægur fyrir ofleik í þáttunum “In Living Color” og hann fékk þetta hlutverk útá þá þætti. Þetta er líka myndin sem varð til þess að hann varð svona frægur og gaf honum tækifæri miklu síðar að sýna dramatískari leikhæfileika sínna í myndum eins og The Truman Show og Man on the Moon svo að maður verður að gefa henni plús útá það.

Söguþráðurinn(sem tekur mikið frá söguþræðinum í The Crying Game) gengur út á það að Ace leitar af höfrungnum. Hann fær hjálp frá Melissu (Courteney Cox) sem er blaðafulltrúi höfrungsins. En hann þarf að berjast við lögreglufulltrúann Lois Einhorn leikin af Sean Young.

Myndin er til þess gerð að vera kjánaleg grínmynd og það verður að líta á hana sem það, ef maður fer að dæma hana í sömu hillu og The Shawshank Redemption og The Godfather þá fer hún auðvitað niður í svaðið.

<a href="http://www.sbs.is/>sbs : 02/04/2002</a