Leikstjóri: Martyn Burke
Handrit: Martyn Burke
Framleiðendur: Leanne Moore
Tónlist: Frank Fitzpatrick
Aðalhlutverk: Anthony Michael Hall, Noah Wyle, Joey Slotnick, John Di Maggio, Josh Hopkins
sbs: ***
Ef þú ert að lesa þetta er miklar líkur á því að þú ert að nota Internet Explorer vefvafra og ert með Windows stýrikerfi allt frá Microsoft auðvitað en það gæti verið að þú sért að nota annað stýrikerfi, kanski Linux eða kanski eitthvað frá Apple.
Í Pirates of Silicon Valley er sagt frá hvernig Apple og Microsoft urðu til. Það er aðalega skoðað líf Steve Jobs, hann var einn af stofnendum Apple, var rekinn þaðan en kom aftur. Hann er leikinn af Noah Wyle sem gerir hann að leiðinlegum, sjálfsumglöðum, asna sem fáir þola og gerir það nokkuð vel. Ég veit ekki hvort að Steve sé svona í alvörunni en Noah er nokkuð sannfærandi.
Bill Gates er leikinn af Anthony Michael Hall, Anthony gerir Bill miklu vingjarnlegri og skemtilegri heldur en Noah með Steve, hann er hlédrægari en er klókur með viðskiptin og virðist alltaf eins hissa þegar fólk verður reitt við hann.
Það eru margar aðrar persónur í myndinni, Steve Wozniak(sá sem bjó til fyrstu Apple tölvuna) er leikinn af Joey Slotnick (Boston Puplic), Steve Ballmer leikin af John Di Maggio(Futurama) er án efa leiðinlegasta persónan í myndinni, sífellt með einhver læti, margar aðrar persónur eru meira að segja Ridley Scott.
Pirates of Silicon Valley er nokkuð góð sjónvarpsmynd en hún hefur sína galla, það er of mikið fókusað á einkalíf Jobs, þó að það komi sögunni sjálfri í raun ekkert við. Sagan er sögð vera um baráttuna milli Microsoft og Apple. En ef allt sem er sagt um Jobs er satt þá er skiljanlegt að að hafi verið sett inn. Hún er vel leikin af flestum og er á heildinni litið góð.
Þessi gagnrýni var skrifuð á Microsoft Word 2002 á Microsoft Windows 2000.
<A HREF="http://www.sbs.is/">sbs.is</a