Tæknin fer sífellt fram og nú hefur tölvufyrirtækið FXP fundið leið til að gera 100% tölvuteiknaðar myndir, með tölvuteiknuðum leikurum, tali og öllu á broti af því verði sem kostar að gera venjulegar kvikmyndir. Talið er að flestir leikarar muni reyna að fá einkarétt á útliti sínu og rödd sinni þar sem þetta forrit geti hermt nákvæmlega eftir því. En ef að leikarar muni ekki geta fengið einkaréttinn þá geta þau framleiðslufyrirtæki sem munu kaupa þessa tækni gert heilar kvikmyndir með Mel Gibsons, Arnold Schwarzenegger og hvaða leikara sem er án þess að þurfa að borga hinar mörgu milljónir sem leikararnir vilja fá. En þá er spurning hvort þessi tækni geri útaf við alla leikarastéttina. Einn aðaleiganda FXP var spurðu af þessu og hann svaraði “I doubt that it will eliminate the acting class, but it will force the actors to be less greedy”. FOX, Dreamworks, Miramax og Warner Bros hafa þegar keypt forritið, Steven Spielberg, einn eiganda Dreamworks var spurðu hvað hann hyggðist nota tæknina mikið, sagði hann að tæknin mundi því miður ráða leikarana af dögum, fyrr en seinna. En hvað þýðir þetta, framleiðslufyrirtækin munu geta framleitt fleiri kvikmyndir en hættan er líka að leikararnir verða algjörlega ofnotaðir og ekki er það gott…
kv. sbs