Titill:We Were Soldiers
Framleiðsluár:2002
Leikstjóri:Randall Wallace
Aðalhlutverk:Mel Gibson, Madeleine Stowe, Greg Kinnear, Sam Elliott, Chris Klein
Tagline:Of væmi til þess að birta!
Lengd:ca. 137 min
Genre:Drama/Crap/War
WE WERE SOLDIERS
Ég var nokkuð spenntur fyrir WWS. Hún fékk bara nokkuð góða dóma í USA, svo kom nú fyrir nokkrum dögum grein um hana í huga. Þar var henni lofað. Ég labbaði inn í salinn í Smárabíói með Wappa. Du du du duuu, du du du duuuuu. Lasershowið byrjaði! Lasershow er eitt misheppnaðasta fyrirbæri í heimi. Hvað er verið að reyna með þessu??? En allavega trailerarnir komu og fóru og komu og fóru…Ljósin slökknuðu, myndin byrjaði!
WTF??? Þetta er eitthver versta áróðursmynd sem ég hef séð. Kanaþvæla! Þjóðrembingurinn er svo fokkin mikill að ég fór í hláturskast á köflum. Línurnar sem leikararnir fara með eru svo cheesy að…ég hreinlega veit ekki hvað. We Were Soldiers er eitthver versta stríðsmynd sem komið hefur út. En nóg um þetta í bili!
We Were Soldiers fjallar um hermanninn Hal Moore ( Mel Gibson ) sem leiðir 400 hermenn í dauðadalinn þar sem þeir berjast stanslaust í þrjá daga við Víetnama. Þetta er talin vera ein blóðugusta orustan í Víetnam stríðinu.
Þarna sitjum við í bíósalnum, horfandi á bandaríkjamenn drepa óvini sína eins og ekkert sé að. Við sjáum þúsundir af Víetnömum drepna, en aðeins NOKKRA bandaríkjamenn drepna ( og þeir deyja allir í slow-motion, og segja við næsta mann að hann elski fjölskyldu sína ). Ég meina wtf??? Þessi mynd er ein stór klisja. Maðurinn sem er á bakvið þetta allt heitir Randall Wallace og á skilið að deyja. Það er HANN sem skrifaði handritið af PEARL HARBOR, það er HANN sem skrifaði handritið af THE MAN IN THE IRON MASK, það er HANN sem leikstýrir WWS og það er HANN sem skrifaði handritið af WWS.
Handritið er líklegast eitt það versta sem skrifað hefur verið ( ok, kannski ekki það VERSTA en þó nokkuð nálægt því ). Var hann með fullu viti þegar hann skrifaði þessa ræpu? Þjóðrembingurinn í myndinni er svo fokkin mikill að ég er hreinlega byrjaður að HATA bandaríkin. Bandaríski áróðurinn er svo mikill að jafnvel Víetnamar virða bandaríkin í endanum. Einn víetnamskur gaur sér bandaríska fánann, tekur hann upp og í stað þess að henda honum byrjar hann að röfla um það að bandaríkin séu frábær ( hver elskar ekki USA? ) og setur fánann aftur á sinn stað! HA?????
Leikararnir í myndinni eru vægast sagt hræðilegir. Mel Gibson hefur aldrei verið lélegri, ég hló í hvert einasta skipti þegar hann ætlaði að segja eitthvað um þá sem dóu í stríðinu. Barry Pepper var virkilega væminn í sinni rullu og Madeline Stowe var hræðilega og minnti mig alltof mikið á helvítis Penolopeblesesefes CruzZZZ. Nú er komið að Lúsífer sjálfum….fokkin Chris Klein. Þess maður er mesta belja sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Ég hata þennan fokkin andskota, hann á skilið að brenna í helvíti!!! Sem betur fer deyr hann í myndinni! Sam Elliott var þó eini leikarinn sem þarf ekki að skammast sín.
We Were Soldiers er alversta stríðsmynd sem til er. Myndin reynir að ná til manns tilfinningalega séð en það misheppnast eins og allt annað í þessu bannsetta rugli. Ég meina, átti ég að gráta þegar eiginkonurnar voru grátandi eftir að hafa fengið bréfin sín? Ég hló á köflum.
Við sáum bandaríkjamenn droppa napalm sprengjum á víetnamska hermenn. Við sáum þá brenna hratt. En svo sprungu nokkrar sprengjur við bandarísku ofurhetjurnar okkar. Við sáum þá deyja í slow-motion á meðan ofur-dramatísk tónlist var spiluð undir. Við sáum t.d. aldrei víetnama deyja í slow-motion. Þegar víetnamar voru drepnir, þá var það allt í lagi. En þegar saklausir bandaríkjamenn dóu, þá fór allur heimurinn til helvítis. Ég sá jafnvel rasisma í myndinni.
Línurnar í myndinni eru þær fyndustu sem ég hef orðið vitni af! Tell my family that i love them …tell my wife and kids that i love them…im glad to die for america…Alltaf þegar kanarnir dóu þá fóru þeir með þessar línur.
We Were Soldiers, árróðursmynd fyrir stolta bandaríkjamenn!
crap/****
Smokey…
Wappi vildi segja eitthvað smá um myndina:
´´´We were soldiers er alversta bíómynd sem ég hef séð. Hinn Ameríski þjóðernisrembingur er allsráðandi í allri fokking myndinni og Mel Gibson er ekki einu sinni Amerískur. Myndin er ein allsherjar áróðurmynd fyrir ameríska herinn.
Ég gef myndinni 0 stjörnur og ég vara fólk við að sjá hana,
Wappi.