The Evil Dead
Leikstjóri: Sam Raimi
Handrit: Sam Raimi , ,
Ár: 1983
Lengd: 85 mín
Aðalhlutverk: Bruce Campbell, Ellen Sandweiss, Hal Delrich, Betsy Baker, Sarah York, , , , ,
Framleiðendur: Sam Raimi , Bruce Campbell, Robert G. Tapert


sbs:
***/****

Löngu áður en Scream kom kom út önnur hryllingsmynda paródía, kvikmynd full af blóði, skrípalátum, gríni og one linerum, kvikmynd gerð af leikstjóra sem hafði ekki leikstýrt neinu nema littlum stuttmyndum áður, kvikmynd sem kostaði sama og ekki neitt, kvikmyndin Evil Dead.

Þegar nokkrir vinir, Ash (Bruce Campbell); kærastan hans, Linda (Betsy Baker); systir hans, Shelly (Sarah York); og vinir hans, Cheryl (Ellen Sandweiss) og Scotty (Hal Delrich) fara í yfirgefinn kofa einhverstaðar upp í sveit, finna þau bók. Bókin er gerð úr mannahúð og skrifuð úr mannsblóði, hún er “The Necronomicon” eða “Book of the Dead”, bók dauðans. Í henni er sagt frá andlegri veru- illri veru, sem rómar um skóga manna. Í henni er líka særingarþulur til að vekja upp djöfla. Þau finna líka upptöku á henni eru særingarþulurnar, þegar þau spila upptökurnar vakna djöflarnir til lífs og eitt í einu verða þau andsetinn eða drepinn.

Ash er aðalpersóna myndarinnar, leikin af Bruce Campbell og gerði hann að cult goði. Ash er í byrjun myndarinnar frekar nördalegur náungi en þegar vinir hans breytast í skrímsli og reyna að drepa hvern annan verður Ash að hetju, einni mestu hetju kvikmyndanna að mínu mati, einhverstaðar þarna uppi með Indiana Jones og James Bond.

Evil Dead er leikstýrð af Sam Raimi. Þetta var fyrsta kvikmyndin hans í fullri lengd og fékk hann nokkra félaga sína til þess að leika í henni. Sam notar allar sínar trademark tökur, “shake cam” sem hann notar þegar illi andinn ferðast um skóginn og við sjáum allt frá hans sjónarhorni. 360 gráðu tökurnarl, þegar myndavélin fer í hring og “close up” tökurnar þegar myndavélin fer alveg upp að andlitum leikaranna(sjá mynd 10 hér fyrir neðan). Peter Jackson notaði “close up” tökurnar mikið í myndinni sinna Braindead. Sam Raimi fann reyndar ekki upp þessar tökur en er þekktur fyrir að nota þær mikið.

Förðunin og tæknibrellurnar eru eins góðar og hægt er af mynd sem kostaði 40.000 dali. Djöflarnir eru aðallega leikararnir með hrísgrjónagraut á sér en þegar maður lítur á það er þetta allt fullkomið, allavegana fyrir þessa kvikmynd.

Leikurinn er auðvitað frekar lélegur hjá flestum, reyndar öllum nema Bruce. Þetta voru ekki alvöru leikarar og eru það ekki enn í dag en eins og förðunin gengur myndin alveg með C gráðu leikara.

Myndin fær innblástur frá mörgum kvikmyndum einsog The Exorcist, Night of the Living Dead, Alien, Suspiria, The House on Haunted Hill og auðvitað mikið úr The Three Stooges myndunum. Hún segir skemtilega sögu og er skemtilega gerð og flestir ættu að hafa gaman af henni. Allavegna þeir sem hafa sterkan maga….


<a href="http://www.sbs.is/?url=critic/movie.asp?Nafn=The+Evil+Dead">Myndir úr The Evil Dead</a