Ég sá þessa mynd fyrir nokkrum dögum og ætla ég nú að skrifa grein um hana. Þessi mynd var gerð árið 1974 og var leikstýrt af Mel Brooks(Dracula Dead And Loving It) og var tagline hennar:,,Never give a saga an even break!''.
Í henni léku Cleavon Little(Scavenger Hunt), Gene Wilder(The World's Greatest Lover), Slim Pickens(Charlie and the Great Balloon Chase), Harvey Korman(The Flintstones in Viva Rock Vegas), Madeline Kahn(Won Ton Ton, the Dog Who Saved Hollywood), Mel Brooks(Spaceballs), Burton Gilliam(Thunderbolt and Lightfoot), Alex Karras(Another Day at the Races), David Huddleston(Life with Mikey) og Liam Dunn(Double Team).
Þessi mynd fjallar um vararíkisstjórann Hedley Lamarr(Harvey Korman) sem sendir hóp ræningja og skemmdarvarga til að leggja bæinn Rock Ridge í rúst til þess að eignast landið sem hann stendur á. Þegar fógeti bæjarins er drepin senda bæjarbúar Rock Ridge William J. Le Petomane skeyti sem inniheldur beiðni um nýjan fógeta. Ríkistjórinn fær Hedley Lamarr til að finna nýjan ríkistjóra hann ákveður að finna ríkistjóra sem mun hneyksla íbúanna svo mikið að koma hans í bæinn mun hrekja þá burt úr bænum. Hann velur þá járnbrautaverkamanninn Bart sem reynist vera svartur og á leið í hengingu. En Bart að öllum óvörum nær að koma friði á í Rock Ridge.
Mér fannst þessi mynd vera drepfyndinn og var hún tilnefnd til óskars og margra annarra verðlauna en það besta við þessa mynd var húmorinn og því gef ég henni ***++/****