We Were Soldiers - Gagnrýni Ég fór á frumsýningu myndarinnar í Smárabíói í gær, og var það fámennasta frumsýning sem ég hef séð, heilir tveir á myndinni og þar er ég talinn með.

Stríðsmyndunum rignir yfir Hollywood og er enn ein stríðsmyndin komin. Og ein væntanleg, Windtalkers með Nicholas Cage í aðalhlutverki. John Woo leikstýrir. We Were Soldiers er skrifuð af Randall Wallace, sá sami og skrifaði Braveheart og Pearl Harbor. Þess vegna telst það stórt skref niður á við þegar hann gerði Pearl Harbor handritið. We Were Soldiers er samt ekki betri en Braveheart en auðvitað betri en Pearl Harbor. Randall leikstýrir We Were Soldiers, önnur myndin sem hann leikstýrir. Hann leikstýrði áður The Man in the Iron Mask.

Sá sem veit mikið um Víetnamstríðið ætti að vita hvað Dauðadalurinn er. The Valley of Death er staður þar sem einn blóðugasti bardagi Víetnamstríðsins hafðist. 400 hermenn, feður, eiginmenn, bræður og synir voru sendir á svokallað X-Ray lendingarsvæði. Ltn. Colonet Hal Moore er sendur á svæðið ásamt sveit sinni. Þeir voru umkringdir af 2000 víetnamskum hermönnum. Í bardaganum er ekki lagt áherslu á að drepa óvininn, heldur að vernda manninn við hlið þér.

Sagan er byggð á ævisögu Ltn. Colonels (Gibson) og Joe Galloways (Pepper). Galloway er blaðamaðurinn sem fékk að koma í miðjum bardaga og taka myndir, skrifa og svona. Myndin er gerð til virðingar við hermennina sem létust í Víetnamstríðinu. Það er ekki mjög mikið um þjóðernisvæl í myndinni, Bandaríski fáninn sést af og til í enda myndarinnar. Allavega fann ég ekki fyrir miklu þjóðerni í myndinni. En það vantar samt ekki. Svo verð ég að segja að myndin er nokkuð áhrifarík.

Mel Gibson stendur sig bara vel sem Ltn. Colonet. Barry Pepper sýnir betri hlið heldur en í viðbjóðnum Battlefield Earth. En Chris Klein, ég er virkilega farinn að hata þennan leikara. Sam Elliot er skemmtilegur í myndinni, stelur senunni. Skemmtilegt þegar einn hermaðurinn var alltaf að segja honum frá góða veðrinu.

Svona í heildina er þetta bara fín stríðsmynd, byggð á sönnum atburðum. Engar sögufalsanir ef ég veit rétt, endilega leiðréttið mig ef þetta er rangt hjá mér.

***/****