Nú er LOKSINS deginum ljósar hvaða mynd James Cameron ætlar að gera næst. Ruslframleiðandinn Dean Devlin(Independence Day og Godzilla) sagði í viðtali við Sci-Fi Wire að hann og Roland Emmerich höfðu í langan tíma viljað gera endurgerð af myndinni Fantastic Voyage. Nú er hinsvegar James Cameron búinn að næla sér í verkefnið fyrir 20th Century Fox. “Cameron ætlar að gera Fantastic Voyage” segir Devlin og heldur svo áfram “Því miður fyrir okkur, en ég held að hann eigi eftir að gera myndina ógleymanlega. Svona er þetta bara ef einhver á að gera þessa mynd þá er það hann. Ef það er Cameron eða Spielberg eða Zemeckis sem gera myndina sem maður vildi gera sjálfur þá segir maður einfaldlega jæja alltí lagi þá”
Fantastic Voyage var gerð upprunalega árið 1966. Myndin er mjög svipuð og Innerspace með Dennis Quaid. Fantastic Voyage fjallar um hóp af vísindamönnum sem eru minnkuð og sett í líkama af diplómata sem var sýnt banatilræði. Þau eru rétt svo byrjuð í þessari ferð þegar þau uppgötva að það er skemmdarvargur með í för.
Ef maður þekkir Cameron rétt þá verður þessi mynd tæknilega fullkomin og örugglega frumleg og spennandi hasaratriði í henni. Ég vona að hann verði ekki jafnlengi að gera þessa eins og Titanic því hann er þekktur fyrir svakalega fullkomnunaráráttu. Upprunalega myndin fær 6,7 á imdb.com