Sálfræðileg stef í kvikmyndum eftir Woody Allen Woody Allen er einn merkasti leikstjóri allra tíma. Hann hefur gert kvikmyndir í hátt í 50 ár, og hefur gert nýja mynd árlega, svona næstum því. Oft jafnvel tvær á ári. Það sem er merkilegt við hann, er það hversu djúpar myndir hans eru. Í öllum myndum eru sálfræðileg, heimsspekileg, kynferðisleg eða bókmenntafræðileg stef, ásamt því að hann er undir miklum áhrifum fráBergman og Fellini. Hann er hvergi nærri hættur að gera kvikmyndir, og er ný mynd væntanleg frá honum síðar á þessu ári.

Þessi ritgerð mun skoða sálfræðileg stef í nokkrum vel völdum kvikmyndum eftir Allen. Til að skilja sálfræðina á bak við sumt í myndunum verður áhorfandi að þekkja bakgrunn Woodys. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum sem komu ekki vel fram við hann, og sést það á mörgum persónum hans, sem eru oft á tíðum ansi taugaveiklaðar, rétt eins og hann sjálfur. Foreldrar hans voru strangtrúaðir gyðingar. Þessir hlutir koma mjög oft fyrir í kvikmyndum hans. Þessi sálfræðilegu stef verða könnuð í þessari ritgerð.



Play it again, Sam

Þetta er eina myndin í þessari ritgerð sem Woody Allen leikstýrir ekki sjálfur, heldur maður að nafni Herbert Ross. Þessi mynd á hinsvegar vel heima hér þar sem Allen skrifaði hana sjálfur. Allen leikur kvikmyndagagrýnandann Allan, sem var rétt í þessu að skilja við konuna sína og það hefur gert hann alveg einstaklega taugaveiklaðann. Þegar félagi hans ákveður að finna nýjann kvenmann handa honum fer myndin svo af stað. Allan er gjörsamlega heltekinn af kvikmyndinni Casablanca og sjamörnum Humphrey Bogart, sem leikur aðalhlutverkið í þeirri mynd. Allan sýnir vott af Anxiety Personality Disorder. Hann hefur horft alltof oft á Casablanca, ímyndar sér að hann sé að tala við Bogart og reynir að hegða sér eins og hann.


Broadway Danny Rose

Danny Rose er frekar brjóstumkennanleg persóna, en hann er umboðsmaður fyrir hina ýmsu skemmtikrafta, sem eiga það eitt sameiginlegt að vera nánast alveg hæfileikalausir. Danny lætur það ekki að sér kveða en honum tekst samt einhvern veginn að sannfæra fólk um að þetta séu fyrsta flokks atvinnumenn. Persónutöfrar Dannys eru svo miklir að hann er orðinn lifandi goðsögn innan samfélags umboðsmanna. Woody Allen leikur Danny Rose sjálfur og það er áhugavert að sjá aðferðirnar sem hann notar. Danny Rose notar líkamstjáningu svo mikið að það er erfitt að verða ekki heillaður af honum. Hann beitir meðal annars handahreyfingum og sannfærir þarmeð undirmeðvitundina um að hann sé traustsins verður. Myndin fjallar hinsvegar um hvað gerist þegar einn af umboðsaðilum hans sýnir raunverulega hæfileika og hvað gerist þegar Danny þarf að passa upp á konu þess aðilla.


Zelig

Zelig er kvikmynd um manninn Leonard Zelig sem býr yfir þeim undarlega eiginleika að útlit hans og hugsunarháttur breytast eftir því hvernig fólk í kringum hann lítur út. Í fyrstu leikur hann algjörlega lausum hala, en fljótlega er hann lagður inná geðspítala. Þar tekur geðlæknirinn Eudora Fletcher hann stífa meðferð til að reyna að komast að því hvers vegna hann breytist svona mikið. Meðal aðferðanna sem hún notar er dáleiðsla, sem virkar stórvel. Með þeirri aðferð kemst hún að því að Zelig var beittur harðræði af jafnöldrum sínum í æsku vegna þess að hann var gyðingur, og að foreldrar hans voru sammála krökkunum. Einnig komst hún að því að ástæðan fyrir því að Zelig breytist er sú að hann þráir viðurkenningu samfélagsins svo mikið að í stað þess að aðlaga hegðun og þess háttar þá umturnast allur persónuleiki hans sem og líkamsbygging. Þeir sem hegða sér öðruvísi eftir því fólki sem þeir eru að umgagast og reyna að ganga í augun á þeim kallast á ensku „Self-Monitor“. Í þessari kvikmynd tekur Allen þetta hugtak og ýkir það svo mikið að það verður skoplegt, en engu að síður er þetta líklega sálfræðilegasta kvikmynd hans.

Husbands and Wives

Í fyrsta atriði þessarar myndar, sem var raunar síðasta myndin sem Allen gerði með unnustu sinni Miu Farrow, þar sem hann tók saman við dóttur hennar í staðinn, tilkynna hjón vinafólki sínu að þau hyggist skilja. Strax og þessi orð falla má sjá að undirmeðvitund þeirra hjóna Gabe og Judy fer á fullt. Þau eru sjálf fangar í óhamigjusömu hjónabandi, og þetta er hin fullkomna flóttaleið. Eftir að þau láta af skilnaðinum verða tekur Gabe saman við nemanda sinn, en Gabe er bókmenntakennari. Hann sér áð nemandinn er gríðarlega efnilegur í þessu fagi og sættist á endanum á það að leyfa henni að lesa skáldsögu sem hann skrifaði margt fyrir löngu og var svo ósáttur með að hann gróf hana niður í skúffu. Nemandinn les hana og líkar vel. Gabe er hinsvegar stórskelfdur þegar hann kemst að því að hún hafði gleymt handritinu í leigubíl. Hún stingur upp á því að þetta sé í raun undirmeðvitund hennar að kenna, þar sem að henni fannst bókin svo góð að hún hafi í raun viljað að bókin myndi fá víðari áheyrendahóp, og það að gleyma bókinni myndi veita fullkomna leið í réttar hendur. Gabe líst ekkert á þessa afsökun og heldur í leiðangur með það að finna bókina aftur fyrir stafni.

Annie Hall

Þessi kvikmynd segir frá sambandi Alvy Singers, ansi taugaveiklaðs grínista, og Annie Hall. Þau eru bæði frekar sérstök í hugsun. Í gegnum alla myndina talar Alvy beint við áhorfandann, og gefur okkur þannig greiðari leið inn í hugarheim hans. Alvy og Annie fara bæði til sálfræðings, og beitir sálfræðingur Alvys sálgreiningu. Hann greinir Alvy með Anhedoniu, eða það ástand að geta ekki fundið fyrir gleði. Alvy reynir eins og hann getur að beita sálgreiningu við að útskýra sambönd sín fyrir sjálfum sér, en kemst að lokum að því að kenningar Freuds voru kannski ekki þær heilsteyptustu, en þrátt fyrir það reynir hann að halda í þær.

Crimes and Misdemeanors

Þessi kvikmynd segir frá atburðum í lífi tveggja einstaklinga sem tengjast svo saman í lok hennar. Annarsvegar er það augnlæknirinn Judah sem heldur framhjá eiginkonu sinni. Hjákonan hótar að kjafta í eiginkonuna ef hann skilur ekki við hana. Læknirinn reynir að fá hana ofan af áformum sínum, en hún haggast ekki. Hann lætur bróður sinn sem hefur tengsl við glæpamenn vita af þessu ástandi og innan skamms hefur hann fengið bróðurinn til að losa sig við hana. Í teiti nokkrum dögum síðar hringir bróðirinn í hann og lætur hann vita að hann hafi klárað verkið. Í fyrstu trúir læknirinn því varla að þessi hugmynd hafi farið alla leið, en fljótlega fer hann að reyna að réttlæta morðið fyrir sjálfum sér.
Á sama tíma er kvikmyndagerðarmaðurinn Cliff að reyna að fjármagna nýjustu heimildamynd sína, sem er um virtann heimspeking. Til að afla aukatekna tekur hann að sér að leikstýra heimildaþætti um mág sinn, Lester, sem Cliff hatar einkar mikið.
Í báðum hlutum myndarinnar kemur fram túlkun á hegðun sem uppá ensku er kallað „cognitive dissonance“. Merking þess er sá hugsunarháttur að hafa tvær skoðanir í einu. Gott dæmi um það er refurinn sem vildi vínberin, en þar sem hann náði ekki í þau, þá ákvað hann að þau væru hvorteð er súr. Judah er á sama tíma harmi sleginn yfir því að hjákona hans haf verið myrt, og það að hans völdum, en á sama tíma er hann dauðslifandi feginn yfir því að þurfa ekki að standa í þessum blekkingaleik. Hugur hans leitar að réttlætingu morðsins, og finnur hana þarna.
Cliff á við svipað vandamál að stríða. Hann er að gera heimildaþátt um þann mann sem hann hatar mest af öllu í lífinu, en hann þarf að gera það til að fjármagna myndina sem hann langar að gera.
Allen gerði aðra mynd sem fjallar um svipað þema árið 2005. Sú mynd, sem heitir Match Point, er tennisþjálfari sem á í tveimur ástarsamböndum neyddur til að velja annað þeirra. Hann endar svo á því að drepa aðra konuna.




Það er því augljóst að myndir Woody Allens eru fullar af sálfræðilegum undirtónum, allt frá beinum tilvísunum líkt og í Husbands and Wives, yfir í sálfræðilega brandara, sem sjást til dæmis í Zelig. Þessar myndir sem ég skoðaði eru aðeins brot af ferli Allens, og eftir að hafa horft á allar þessar myndir iða ég í skinninu yfir að fá að horfa á fleiri myndir eftir hann.




Heimildir

1. Gleitman, H. (1995). Psychology.
2. Aldís Guðmundsdótti & Jörgen Pind (2003).
3. Hewstone, M., Stroebe, W., & Stephenson, G. (1996). Introduction to Social Psychology.
4. Nolem-Hoeksema, S., Frederickson, B., Lotus, G., & Wagenaar, W. (2009). Atkins & Hilgard's Introduction to Psychology, 15th Edition.
5. Papallo, S. (26. Apríl 2006). http://ezinearticles.com/?Understanding-the-Psychology-of-Body-Language&id=2269600