Nú er Óskarinn ný yfirstaðinn og margt skemtilegt gerðist. Það sem kemur fyrst í hugann er að Halle Berry vann óskarinn sem besta leikkonan í aðalhlutverki, þetta er fyrsta skipti sem að svört kona fær þennan mikla heiður, annað svipað skemtilegt sem gerðist var að Denzel Washington fékk óskarinn sem besti leikarinn í aðalhlutverki. Þetta er annað skipti sem að svertingi fær þennan óskar en í fyrra skiptið var árið 1963, þá fékk Sidney Poitier hann fyrir kvikmyndina Lilies of the Field. Sidney fékk reyndar heiðursverðlaun í kvöld fyrir framtak sitt í kvikmyndaheiminum. Aukalutverkin komu líka á óvart, Jennifer Connely fékk óskarinn fyrir A Beautiful Mind og Jim Broadbent fyrir Iris en ekki voru þau talin líkleg. Ron Howard fékk óskarinn sem besti leikstjórinn. En A Beautiful Mind fékk líka óskarinn sem besta kvikmyndin. Hún fékk samtals 4 verðlaun af þeim 7 sem hún var tilnefnd til, sama og Lord of the Rings en hún var tilnefnd til 13 verðlauna, LotR fékk þau verðlaun sem henni voru spáð, tónlist, sjónbrellur, myndataka og förðun. Moulin Rouge! fékk 2 verðlaun af þeim 8 sem hún var tilnefnd til, búningar og sviðsmynd. Shrek var valinn besta teiknimyndin og Randy Newman fékk loksins verðlaun fyrir lagið “If I didnt have you” en hann hefur verið tilnefndur 16 sinnum.
Ég var sammála flestu því sem kom, Gosford Park var reyndar að mínu mati betri en A Beautiful Mind en hún var í öðru sæti. Ég var viss um að Nicole Kidman mundi fá óskarinn en er mjög ánægður að Halle skildi hafa fengið hann.Whoopi Goldberg var skemtileg, betri en hún var fyrir 3 árum og það var mikið af skemtilegum atriðum inná milli.
En hér er verðlauna listinn allur…
Besta kvikmyndin
A Beautiful Mind
Besti leikarinn í aðalhlutverki
Denzel Washington (Training Day)
Besta leikkonan í aðalhlutverki
Halle Berry (Monster's Ball)
Besti leikarinn í aukahlutverki
Jim Broadbent (Iris)
Besta leikkonan í aukahlutverki
Jennifer Connelly (A Beautiful Mind)
Besti leikstjórinn
Winners not yet announced
Besta handritið
Gosford Park - Julian Fellowes
Besta handritið byggt á áður útgefnu efni
A Beautiful Mind - Akiva Goldsman
Besta teiknimyndin
Shrek - Aron Warner
Besta sviðsmyndatakan
Moulin Rouge! - Catherine Martin (I), Brigitte Broch
Besta myndatakan
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring - Andrew Lesnie
Bestu búningarnir
Moulin Rouge! - Catherine Martin (I), Angus Strathie
Besta hljóðið
Black Hawk Down - Michael Minkler, Myron Nettinga, Chris Munro
Besta klippingin
Black Hawk Down - Pietro Scalia
Besta hljóð klippingin
Pearl Harbor - Christopher Boyes (I), George Watters II
Bestu sjónbrellurnar
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring - Jim Rygiel, Randall William Cook, Richard Taylor (III), Mark Stetson
Besta förðunin
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring - Peter Owen, Richard Taylor (III)
Besta lagið
Monsters, Inc. - Randy Newman (For the song “If I Didn't Have You”)
Besta tónlistin
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring - Howard Shore
Besta teikni-stuttmyndin
For the Birds - Ralph Eggleston
Besta stuttmyndin
The Accountant - Ray McKinnon, Lisa Blount
Besta heimildarkvikmyndin
Murder on a Sunday Morning - Jean-Xavier de Lestrade, Denis Poncet
Besta heimildarmyndin
Thoth - Sarah Kernochan, Lynn Appelle
Besta erlenda kvikmyndin
No Man's Land (Bosnía)
kv. sbs
<a href="http://www.sbs.is/>Nánar á sbs.is</a