Óskarsverðlaunaspá 2002 Hér kem ég með mína spá um Óskarinn 2002, sem verður afhentur á morgun.

Besta myndin:
Slagurinn um bestu myndina er á milli Lord of Rings: The Fellowship of the Ring og A Beautiful Mind. Báðar myndirnar eru mjög sterkar, en ég tel að ABM sé líklegri, sökum þess að allskonar vandamálamyndir eða myndir með fólki með geðsjúkdóma eða einhverja kvilla er ávallt sigurstrangleg. Þrátt fyrir að In the Bedroom, Gosford Park og Moulin Rouge séu einstakar á flestan hátt, eiga þær ekki séns á sigri gegn hinum tveim.

Mín spá:
A Beautiful Mind

Besti leikstjóri:
Hér er slagurinn á milli Robert Altman, Ron Howard og Peter Jackson, enda voru myndir þeirra alveg frábærar. Ron Howard vann á dögunum DGA-leikstjóraverðlaunin, en það hefur næstum alltaf gerst að sigurvegari þeirra verðlauna vinni leikstjóraóskarinn.

Mín spá:
Ron Howard (Altman og Jackson eiga þó góðan séns)

Leikari í aðalhlutverki:
Hér er slagurinn á milli þeirra Russell Crowe og Denzel Washington sem sýndu afburðarleik í sínum myndum. Russell Crowe hefur unnið flest þau verðlaun sem hægt er að vinna á þessu ári fyrir leik í aðalhlutverki karla og því er ábyggilega bara formsatriði fyrir hann að vinna þessi verðlaun. Helsti keppinautur hans er Denzel, sem mörgum finnst að hefði átt að vera búinn að vinna þessi verðlaun, hann var t.d. frábær í The Hurricane 1999. Svo spilar inní að einungis einn blökkumaður hefur unnið aðalleikaraóskarinn, það var Sidney Poitier árið 1963. Þannig að Denzel gæti grætt á því. Báðir þessir verðskulda verðlaunin og það sama gera Will Smith, Tom Wilkinson og Sean Penn sem voru frábærir í sínum myndum, sérstaklega Wilkinson sem var einstakur í In The Bedroom.

Mín spá: Russell Crowe (eða Denzel Washington)

Leikkona í aðalhlutverki:
Sissy Spacek var alveg mögnuð í In The Bedroom og vann Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn í henni. Hennar helstu keppinautar um Óskarinn verða Judi Dench sem leikur Iris Murdoch óaðfinnanlega í Iris og Halle Berry sem skilar góðri frammistöðu í Monster´s Ball. Þessar þrjár berjast um þennan Óskar, einnig gæti Nicole Kidman komið á óvart og fengið samúðarfylgi í þessari kosningu, en síðasta ár var erfitt hjá henni, hún var alveg mögnuð í hlutverki Satine í
Moulin Rouge. Tilnefning Renée Zellweger kom verulega á óvart og er mikill heiður fyrir hana, en hún var alveg frábær í Bridget Jones´s Diary.

Mín spá: Sissy Spacek

Leikari í aukahlutverki:
Jim Broadbent er víst frábær í Iris og vann Golden Globe fyrir leik sinn. Jon Voight er magnaður í ALI, Ben Kingsley var góður í Sexy Beast og Ian McKellen ógleymanlegur í LOTR, tilnefning Ethan Hawke kom á óvart en mér fannst að Steve Buscemi hefði átt að fá tilnefningu fyrir Ghost World. Ég spái hörðum slag milli McKellen, Voight og Broadbent. Mér finnst að Sir Ian McKellen ætti að fá Óskarinn fyrir stórleik í LOTR og ég tel að hann eigi góða sigurmöguleika, en það er ekki ólíklegt að Jim Broadbent eða Jon Voight taki þetta og vinni þennan Óskar.

Mín spá: Sir Ian McKellen (Broadbent og Voight eiga séns)

Leikkona í aukahlutverki: Jennifer Connally var mögnuð í ABM og vann Golden Globe, og kemur mjög sterk inn. Einnig voru Maggie Smith og Helen Mirren alveg frábærar góðar í Gosford Park, Kate Winslet er víst mjög góð í Iris og sama má segja um Marisu Tomei í In The Bedroom. Jennifer Connally mun hinsvegar vinna þennan Óskar, að ég tel nokkuð auðveldlega, annars gæti farið svo að Maggie Smith eða Helen Mirren kæmu á óvart fyrir leik sinn í Gosford Park, það dregur úr líkum þeirra að þær eru í sömu mynd og báðar breskar.

Mín spá: Jennifer Connally (Maggie Smith á séns)

Teiknimyndin: Hér eru tilnefndar Monsters Inc., Shrek og Jimmy Neutron: A Boy Genius. Shrek vinnur nokkuð auðveldlega þennan Óskar, enda er það alveg mögnuð mynd.

Besta erlenda myndin: Hér eru það hinar mögnuðu myndir; No Man´s Land og Amélie sem munu berjast um Óskarinn. Franska perlan um Amélie vinnur.

kveðja, stebbifr
kasmir.hugi.is/stebbif