Sölvi Sigurður
Leikstjóri: Martin Scorsese
Handrit: Laeta Kalogridis
Tegund: Drama, Spennutryllir
Leikarar: Ben Kingsley, Leonardo DiCaprio, Max von Sydow, Michelle Williams, Mark Ruffalo, Emily Mortimer, Jackie Earle Haley
Mitt álit:
Þótt að Shutter Island er frekar erfið mynd, fucked up og eiginlega snarklikkuð, þá er hún samt rosalega góð. Ég þurfti að horfa á myndina tvisvar til þess að getað skrifað þessa umfjöllun, því hún er með svo erfiða sögu. Ég fattaði alveg myndina í fyrstu, hún bara skildi svo mikið eftir sig. Mjög mikið að melta. Ég horfði svo á hana aftur, þá skildi maður hvað var að gerast og þá gat maður fylgst með öllu sem var að gerast í kring og pælt í hlutunum meira, þannig að ég mæli með því að fólk horfi á hana tvisvar. Eða, ef einnhver manneskja hérna skildi hana 100% í fyrstu, þá á hann/hún skildið medalíu.
Martin Scorsese hefur ávalt verið legend. Hann er (eins og ég vill kalla það) lifandi goðsögn. Hann með sinn klikkaða stíl, góðan smekk af leikurum og fer ávalt varlega og mjög vel með sögurnar sem hann tekur upp. Ef þú ert Scorsese-fan, þá áttu ekki eftir að verða fyrir vonbrigðum. Því þótt að myndin er frekar erfið, þá er hún samt snilld, líka þegar maður horfir á hana í fyrsta skipti. Myndin hefur líka þetta brilliant útlit.
Tökurnar eru góðar, myndin hefur dimmt útlit og flottar tölvubrelllur. Ef ég gæti þá myndi ég nefna fullt, fullt af atriðum að nefna því þær hafa allt þetta þrennt á hreinu, bara ef ég gæti. En svo eru það leikararnir sem hafa stóran part af myndinni. Þeir eru allir góðir, án djóks. Hvaða leikari sem er, þótt að þau hafa stóran eða lítin part, gera það rosalega vel. Ljósið í myndinni er auðvitað Leo DiCaprio (ég meina auðvitað því að hann er búin að leika í fjórum myndum í röð með Martin) og hann leikur ofboðslega vel í myndinni, hann kann þetta maðurinn. Ég hef aldrei litið vel á hann síðan ég sá hann í Gangs of New York og svo The Departed, þá var hann geðveikur og hann sýnir stjörnuleik í þessari líka.
Svo eru líkarnir sem standa mest upp úr á mínu mati eru Ben Kingsley, Jackie Earle Haley og Elias Koteas. Guð minn almáttugur Elias var svo viðurstyggilega krípí í myndinni að það er bara óhugnalegt að hugsa um hann. Jackie E. H. verður þekktasti leikari allra tíma eftir 1-2 ár, hann er nú þegar búin að leika í þrem geðveikum myndum uppá síðkastið, til dæmis Little Children, Watchmen og þessari. Samt var Little Children gerð 2006. Ben Kingsley stóð upp úr því að ég vissi ekki rassgat hvað hann var að hugsa allan tíman og það hræddi mig pínulítið. Hann sagði eitthvað, eitthvað sem maður átt að vita en maður vissi ekki hvort að maður átti að trúa honum eða ekki. Fésið á honum sýndi enga tilfinngu við neinu og það var bara óhugnalegt.
Það er pottþétt að myndin fari í óskarinn og það verður að vera fyrir Besta myndin, Besta leikstjórn, Klipping og Tökur. Myndin er rosalega góð og það er erfitt að fíla hana ekki og það er líka viðurstyggilega erfitt að hugsa ekki um hana. Hún kemst á Bestu 10 Martin Scorsese myndirnar, þannig er það bara. Hún er kannski ekki fyrir alla, en samt..
8/10