Sölvi Sigurður
Einkunn: 7/10
Leikstjóri: Tim Burton
Leikarar:
Alan Rickman
Helena Bonham Carter
Johnny Depp
Stephen Fry
Michael Sheen
Anne Hathaway
Mia Wasikowska
Mitt álit:
Því meira sem ég hugsa um hana, því meira verður hún skemmtileg. Þetta er svona mynd sem ég vill horfa á aftur og aftur. Tim Burton er minn maður og hefur alltaf verið það. Hann er búin að gera margar uppáhaldsmyndirnar mínar eins og Beetlejuice, Batman/Returns, Big Fish, Sleepy Hollow, Ed Wood, Corpse Bride, Sweeney Todd og Edward Scissorhands. Og get horft á þessar myndir aftur og aftur. Tim hefur alltaf verið bestur í að sýna hlutina á mjög steiktan og fallegan hátt, oftast dimmur og það er það besta við hann. Hann hefur líka verið mjög mikill emo í sér og það sést mest í nýju myndunum hans eins og Corpse, Sweeney og þessari. En Edward S. var frekar “emo”-leg líka. Með einnhverju sálfræðilegu og tilfinningalegu, mest reiði.
Þessvegna ætla ég að byrja á því að segja að útlitið var fokking snilld og tölvubrellurnar sérstaklega. Dimmar og frekar flippaðar, það var ég að fíla í botn. Stíllinn hafði líka rosalega mikil áhrif á myndina, þá meina ég: Steikt. Allt var svo geðveikslega klikkað við myndina. Eins og hvernig sumar tölvu-teiknuðu persónurnar hreyfði sig, það var með látum og fullt af ýktum hreyfingum, frekar steikt. Bara að vara ykkur við. Gæti líka hrætt börnin aðeins.
Talandi um persónurnar, þær voru ansi klikkaðar og skemmtilegar. Mætti samt nokkrar persónurnar gera aðeins meira, eins og Tweedledee / Tweedledum mættu gera aðeins meira þótt að þeir voru ansi skemmtilegir og Matt Lucas lék þá brilliantly. Jabberwocky var voðalega lítið í myndinni, þannig að Christopher Lee mátti hinsvegar sleppa því að tala fyrir hann, þótt að röddin hans var sjitt drungaleg. En persónurnar sem mér fannst bestar voru Alice (ávalt), Mad Hatter (döö..Johnny Depp að vera nutcase, hverjir vilja ekki sjá það?) enda var hann tilfinningalega klikkuð persóna og ég fann til fyrir honum og Johnny lék hann ansi vel. En svo kom stærsti gallinn við hann, það var þessi fokking dans sem hann var að dansa við, ég vill ekki tala um það. Ég létt það minnst pirra mig, þótt að það hrjáði mig. En svo var það March Hare sem mér fannst viðbjóðslega fyndin, hló í hverri senu sem han lék í.
Það eru nokkrir gallar við myndina, eins og handritið. Það hefur margar klisjukenndar línur og ef það koma einnhverjar áhugaverðar línur, þá eru þær of stuttar, ókláraðar. Stundum koma barnaleg atriði til þess að hafa atriðin full auðveld sem er kannski aðeins of mikið, en fyndin í köflum. Húmorinn getur farið útí smábarna-húmor sem er allt í lagi, ég hló en stundum ekki.Ég en ég hló mig máttlausan þegar komu steikt atriði þá með steiktan húmor eins og í te-boðinu. Góð sena.
Ég veit ekki um suma en ég fílaði þessa mynd. Hún er steikt, skemmti mér vel, myndin hefur nöfnin Tim Burton og Johnny Depp, æðislega vel tölvugerð og ég elska útlitið í myndinni. Ég myndi svona nokkurnveiginn mæla með því að börn sjá þessa mynd. Hún getur verið dáldið of dimm fyrir krakkana þannig að ég myndi segja að bíó-húsin ætti að hækka aðeins aldurstakmarkið á þessari mynd, hún er ekki fyrir alla. En annars, ég fíla þessa mynd. Ekki í botn, en ég fíla hana.