Leikstjóri:Ronny Yu(Bride of Chucky)
Lengd: ca. 90 min
Framleiðsluár: 2001
Land: Bandaríkin
Elmo McElroy er útskrifaður lyfjafræðingur en má ekki vinna við það vegna þess að hann missti starfsréttindin sín í einhverju klúðri fyrir 30 árum síðan. Núna er hann búinn að finna upp nýtt eiturlyf sem inniheldur efni sem eru ekki á bannlista í flestum löndum og því getur hver sem er flutt þetta á milli landa eins og hann hann vill. Hann er að reyna að selja formúluna fyrir þetta lyf einhverjum eiturlyfjahringjum fyrir 20 milljónir dala og liggur leið hans til Bretlands.
Þessi mynd kom mér frábærlega á óvar, ég vissi í rauninni ekkert hvað ég var að fara út í en þetta var alveg frábær mynd í anda mynda eins og Snatch. Robert Carlyle fer alveg hreint á kostum í þessari mynd, eða bara eins og flestir sem í henni léku nema kanski Meat Loaf, mér finnst hann ekkert sértstakur leikari og var hann hálf asnalegur í þessari mynd. Myndin sjálf fannst mér alveg frábær, nokkuð vel útfærður söguþráður og bara nokkuð flott mynd. Ég hvet alla til að sjá þessa mynd, ef þið hafið ekki hugsað ykkur að sjá hana, hugsiði aftur því að þetta er mjög góð blanda af húmor, spennu og “splatter”.
Hún verður frumsýnd í Sambíóunum og Laugarásbíói 5. apríl
***1/2 / ****
Kveðja Otti
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian