
Þessi mynd var gerð árið 1998 og var leikstýrt af John Dahl(Joy Ride) og var tagline hennar:,,In The Game Of Life… Play The Cards You're Dealt''. Í henni léku Matt Damon(Good Will Hunting), Edward Norton(American History X), John Turturro(O Brother, Where art thou?), John Malkovich(Mulholland Falls), Famke Janssen(Don't Say a Word).
Þessi mynd fjallar um lögfrræðinemann Mike McDermott(Matt Damon)
sem tapar aleigunni til rússnesks mafíósa við að spila póker í undirheimunum. Eftir það ákveður hann að halda áfram námi sínu en þegar gamall félagi hans losnar úr fangelsi að nafni Lester Murphy(Edward Norton) byrja þeir aftur að spila póker á fullu og lenda þeir í ýmsum vandræðum vegna skulda Lesters. Þannig að Mike steypir sér ofan í spilin til að bjarga vini sínum Lester frá skuldum.
Mér fannst þessi mynd sýna manni nokkuð góða innsýn í sjálft pókerspilið og frábær túlkun hjá Matt Damon á persónunni Mike McDermott. Þessi mynd vann SFCA verðlaunin fyrir besta leikara sem er engin furða því að Edward Norton er fæddur til að leika undirmálsmenn í lífinu. Mér fannst þessi mynd vera nokkuð góð og því gef ég henni **+/**** út af því hún hefur ágætan söguþráð og er nokkuð vel leikin.
,,Mike McDermott: Listen, here's the thing. If you can't spot the sucker in the first half hour at the table, then you ARE the sucker.''
kv.
dicato