THE HULK
Leikstjóri:Ang Lee
Aðalhlutverk:Eric Bana, Jennifer Connely, Nick Nolte, Sam Elliot
Genre:Adventure, Sci-Fi, Action, Drama
Tagline:Hulk Will Return
Release date:20. júní-2003 ( USA )
Myndir byggðar á teiknimyndasögum virðast vera nýja æðið í Hollywood. X-Men, Spider Man, Blade 2, Iron Man, Fantastic Four, Daredevil…The Hulk er engin undatekning frá þessum myndum. Hún er byggð á teiknimyndasögunni The Incredible Hulk og fjallar um mann að nafni Dr. Bruce Banner ( Eric Bana ) sem lendir í slysi eftir að hafa gert tilraunir á nýrri og öflugri sprengju ( Gamma Ray ) og breytist í risastóra og græna veru sem kallast Hulk. Hulk þessi er hundeltur um Bandaríkin af hernum en kemst í kynni við Crusher Creel sem væntanlega breytir einhverju.
Ég bíð mjög spenntur eftir þessari, sérstaklega út af því að Ang Lee ( Crouching Tiger, Hidden Dragon ) leikstýrir myndinni. Ég verð þó að viðurkenna að hann er mjög undarlegt val fyrir mynd af þessari stærðargráðu. En ég er viss um að hann eigi eftir að leikstýra myndinni af mikilli snilld!
Leikararnir í myndinni eru mjög áhugaverðir. Eric Bana lék síðast í Black Hawk Down en á undan í Chopper. Jennifer Connelly sást síðast í A Beautiful Mind, en áður hefur hún leikið í meistaraverkinu Requiem for a Dream. Nick Nolte er bara fyrst og fremst frábær leikari og ég er mjög ánægður með það að hann sé í myndinni. Og svo er Sam Elliott einnig í stóru hlutverki.
The Hulk verður CGI-aður á köflum ( enginn maður gæti leikið það sem hann gerir í myndinni ). Tæknibrellurnar verða gerðar af ILM ( Industrial Lights & Magic ). Universal Pictures er að vona að þeir nái að koma af stað Hulk seríu ( Eric Bana á víst að vera fastur við tvær Hulk framhaldsmyndir ).
Gale Anne Hurd ( whoever the fuck that is? ) hafði þetta að segja um The Hulk: Hurd told reporters that Hulk will deliver more than just special effects and popcorn thrills. “It'll have the complexity of character that will keep audiences over 18 interested, but with great action sequences that the whole family will love.”
Hurd also expressed confidence in director Ang Lee (Crouching Tiger, Hidden Dragon) and the depth and drama he brings to the production.
Ég bíð virkilega spenntur eftir þessari, en biðin verður þó mjög löng ( myndin verður ekki frumsýnd fyrr enn sumarið 2003 ).
Smokey…